Örvitinn

Ég kaus í fyrradag og merkti við .

Í gærkvöldi skrifaði ég langa færslu í mörgum liðum um góðu rökin en ákvað að birta hana ekki. Kjarni málsins er einfaldlega þessi. Ég tel að við berum ábyrgð á Icesave og að krafa Breta og Hollendinga sé réttmæt. Beiting Breta á "hryðjuverkalögum" (sem eru ekki bara hryðjuverkalög) var að mínu mati réttlætanleg - skýrsla Rannsóknarnefndar staðstestir að bankarnir voru svikamyllur.

Margir halda því fram að það hafi engar afleiðinar að segja nei, að síðasta nei hafi engu máli skipt. Sjá ekki að hér er allt í frosti og ég er hræddur um að það frost verði áfram ef við höfnum samning.

Ég tel einfaldlega rétt og skynsamlegt að segja já. Sumir telja ekki rétt að segja já en að það sé skynsamlegt. Spurningin er hversu skynsamlegt það er að standa á rétti sínum þegar afleiðingarnar geta verið mjög slæmar.

Það er ekki verið að kjósa um ríkisstjórnina, ESB eða alþjóðlega fjármagnsauðvaldið. Það er verið að kjósa um það hvort þessi tiltekni samningur er góður. Þessi samningur er góður.

Það skiptir litlu máli hvað sagt er, flestir hafa þegar tekið afstöðu og eru ekkert að fara að breyta henni.

Icesave
Athugasemdir

Þorsteinn - 09/04/11 15:24 #

Ég reyndar tel að mjög margir séu ekki búnir að taka afstöðu og eru jafnvel enn ráðvilltir eftir að hafa komið út úr kjörklefanum eftir að hafa kosið. Mjög margir voru að breyta um skoðun alla vikuna og alveg fram á daginn í dag. Síðasta málsgreinin er því að mínu mati röng. Tek ekki afstöðu til röksemdana með/móti :)

Matti - 09/04/11 16:14 #

Gott og vel, það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér með það. Ég hef bara haft þetta á tilfinningunni :-)

Ragnar Þór Pétursson - 09/04/11 16:18 #

„Það er ekki verið að kjósa um ríkisstjórnina, ESB eða alþjóðlega fjármagnsauðvaldið. Það er verið að kjósa um það hvort þessi tiltekni samningur er góður. Þessi samningur er góður.“

Þetta er einföldun.

Það er líka m.a. verið að kjósa um hvort krafa B/H sé réttmæt og skynsamlegt að verða við henni. Enda er fyrri partur pistilsins um það.

En þetta er aukaatriði í pistlinum.

Matti - 09/04/11 19:51 #

Kryppumenn skrifa.

Kæru Kryppumenn, þegar þig vitnið í mig, ekki setja gæsalappir utan um texta sem ekki er tekinn beint frá mér.

Ef þið sjáið gráan bíl á eftir ykkur eða heyrið aukahljóð í símanum, þá er það alls ekki á mínum vegum.