Örvitinn

Réttdræpt

Eitt af því sem hefur pirrað mig í þessari Icesave umræðu er tal um að öfgarnar séu eins á báða bóga, að bæði já-fólk og nei-fólk hafi farið langt yfir strikið í málflutningi sínum. Vissulega eru dæmi um hvoru tveggja, en staðreyndin er sú að síðstu vikur hefur málflutningu mun fleiri nei-sinna verið miklu rætnari og hatrammari en eðlilegt getur talist. Já-fólk hefur varla mátt leysa vind án þess að fá viðbrögð meðan nei-sinnar ganga sífellt lengra.

Þetta sá ég á Facebook í dag.

Athugasemdir á Facebook

Icesave
Athugasemdir

Matti - 09/04/11 21:09 #

Hvernig er það, er facebook síða advice samtakanna full af já-fóki með derring og stæla?

María - 09/04/11 21:31 #

úbbs - þú hefðir átt að sleppa þínu innleggi, fyrst þú varst að þykjast svona heilagur og málefnalegur. En þú gast það ekki, var það nokkuð? Svo... breiður.

Matti - 09/04/11 22:37 #

Þetta er nákvæmlega það sem ég er að tala um. Gunnar Axel talar um að fólk sé réttdræpt í hans huga og að Vigdís Finnbogadóttir sé kerlingaherfa - en nei, ég er ómálefnalegur því ég bregst við og kalla hann fábjána.

Það er einmitt þetta sem er að umræðunni, öllu er jafnað saman. Fábjánanum og þeim sem kallar hann fábjána.

Ég er ekkert að þykjast heilagur og er ekki að segja að já-fólk sé allt englar. Ég er að segja að umræðan hefur ekki verið í neinu jafnvægi. Nei-fólk hefur verið miklu verra heilt yfir. Það er bara staðreynd.

Ég var að spá í að nefna þetta varðandi hugsanlega viðbrögð við athugasemd minni í færslunni en ákvað að bíða eftir svona kommenti. Takk :-)

Óli Gneisti - 09/04/11 23:53 #

Fólk sem talar um að einhverjir séu réttdræpir í svona málum, og reyndar í mörgum alvarlegri málum, eru fábjánar. Það er ekki ómálefnaleg staðhæfing, það er bara einföld staðreynd.

Kristján Atli - 10/04/11 00:07 #

Matti má kalla Gunnar fábjána því bara fábjánar segja hluti eins og Gunnar sagði.

Þetta er annars það sem hefur pirrað mig mest. Eftir að mér varð það á að kunngjöra atkvæði mitt hef ég verið kallaður allt frá föðurlandssvikara til masókista sem þykir gaman að láta nauðga sér.

Málefnalegt.

Ég kaus já en sá góð rök báðum megin og átti lengi vel erfitt með að gera upp hug minn. Hins vegar þekki ég fullt af fólki sem sagði bara NEI strax og breytti því ekkert því "við eigum ekkert að borga brúsann" eins og þetta mál sé það einfalt. Þetta fólk á eftir að vera óþolandi næstu daga úr því að nei-ið varð ofan á.

Ég er ekki viss um að ég nenni út úr húsi í næstu viku. Ekki af því að heimsendir sé í nánd vegna synjunar Icesave heldur vegna þess að herskáasta Nei-fólkið í mínu lífi á eftir að tala niður til okkar sem kusu já og láta eins og það hafi bjargað okkur frá sjálfum okkur.

Björn Ragnar Björnsson - 10/04/11 08:58 #

Ég held að okkar eigin afstaða móti matið eitthvað, þannig tel ég að staðhæfinging: "...en staðreyndin er sú að síðstu vikur hefur málflutningu mun fleiri nei-sinna verið miklu rætnari og hatrammari en eðlilegt getur talist...".

Sé röng. Frá mínum sjónarhóli eru þetta öfugmæli.

Munum að báðum megin í þessi máli eru rugludallar. Við eigum ekki að láta það trufla málefnalega umfjöllun. Mín rök fyrir NEI versna ekki neitt þó einhver útí bæ segi einhvern réttdræpan.

Jón Magnús - 10/04/11 11:52 #

Sammála Matti, ég hef bara ekki rekist á jafn rætin ummæla frá já-sinnum. Menn hafa verið með hræðsluáróður beggja megin en þjóðerniskjaftæðið (föðurlandssvikari, landráðamaður, fólki hótað lífláti o.s.frv. )hefur allt komið frá nei sinnum.

Kristján, þú getur spurt það hvort nei-ið þeirra hafi þýtt að þau myndu ekki borga neitt? Eftir uþb eina viku er komin fyrstu drög að því sem koma skal. Vonum það besta.

Annars átti ég nú von á harðari viðbrögðum frá B&H en þær þjóðir eru kannski að hugsa málið núna.