Örvitinn

Voðalega er rólegt hérna

Æi, ég hef ekkert að segja. Var búinn að ákveða að tuða ekki útaf Icesave kosningum. Nennti heldur ekki að tjá mig um vantrauststillögu. Hefur eitthvað annað verið í umræðunni? Ég veit það ekki. Lokavika í skólanum og próf framundan. Stanslaust stuð.

dagbók
Athugasemdir

Matti - 15/04/11 17:40 #

Mikið óskaplega er þessi náungi veikur á geði (grínlaust).

Fyrir þá sem ekki eru læsir, þá er rólegt hérna á blogginu mínu. Ég hef ekkert bloggað síðustu daga. Jón Frímann er að blogga um jarðvirkni, það hefur verið rólegt í jarðskorpunni á Íslandi undanfarið.

Kæri "Gullvagn", Björn og annað þroskaskert Kryppulið. Hættið vinsamlegast að fylgjast með bloggsíðunni minni. Verið annars staðar að eltast við eðlufólk og þoturákir.

ps. Óskaplega er aumingjalegt að hafa lokað fyrir komment á bloggfærslurnar. Þú ert nú meiri rolan Gullvagn.

Jón Frímann - 15/04/11 19:34 #

Síðan kvartar hann undan því að ég rukki þá sem skrifa inn athugasemdir um staðfestningar tölvupóst.

Það gildir þó bara á íslenska blogginu, ekki á enska jarðfræði blogginu mínu. Sem hefur verið laust við svona tröllaskap. Nema fyrir utan eitt tilvik í dag. Þegar truflaður starfsmaður Árvaks hf var eitthvað að setja útá það að ég ætlaði mér að skrifa og gefa út smásögu sem e-book.

Björn Þroskaskerti - 15/04/11 19:46 #

Hæ Matti bankamaður

Ég þarf bara stundum að hlægja og skoða eitthvað skemmtilegt. Jón Frímann og þú toppið reyndar ekki listann hjá mér en ætli þetta sé ekki bara svona svipað og þinn áhugi á kryppa.com.

Held reyndar að þú og Jón hafið vinninginn í gægjuþörfinni.

ps. Mikið óskaplega tekur þú öllu alvarlega og Jón vinur þinn.

Matti - 15/04/11 19:58 #

Hæ Matti bankamaður

Hvernig í ósköpunum er ég "bankamaður"?

Björn Þroskaskerti - 15/04/11 20:18 #

Þarf ég virkilega að skýra þetta út fyrir þér og skiptir það þig máli hvað ég titla þig.

Líður þér betur ef þú ert kallaður auli?

Matti - 15/04/11 20:21 #

Auli væri eitthvað sem hægt væri að skilja. Bankamaður er óskiljanlegt.

Ásgeir - 16/04/11 19:40 #

Ég átti erindi í bankann minn í vikunni. Ætli ég sé þá ekki líka bankamaður?