Örvitinn

Þetta snýst ekki um bingó

PáskaeggÞetta snýst heldur ekki um frídaga.

Þetta snýst um það hvort tiltekin trúarbrögð stjórni því hvernig við sem ekki aðhyllumst þau lifum lífinu. Þetta snýst um það hvort mismuna eigi fólki út frá trúarbrögðum. Hvort stjórnarskrá landsins tiltaki að ríkiskirkjan eigi að vera sérstaklega vernduð af ríkinu. Hvort allir séu jafnir en kristnir séu bara oggulítið jafnari en aðrir.

Ég segi nei. Trúmenn mega trúa hvaða vitleysu sem er fyrir mér* svo lengi sem þeir reyna ekki að skipta sér að því sem ég geri.

Já en hvað ef ykkur finnst notalegt að slaka á og gera ekki neitt á föstudaginn langa? Tja, þá mæli ég með því að þið gerið sem allra mest af því að gera ekki neitt. Ég geri það afskaplega reglulega og þarf ekki helgidagalög til. Ég get nefnilega gert ekki neitt þó aðrir séu að gera eitthvað. Magnað finnst ykkur ekki!

Annars er merkilegt að fylgjast með því hvað flestum íslendingum er drullusama um kristni kringum páskana, þessa helgustu hátíð kristinna. Dagarnir snúast um skíði, sumarbústaðaferðir, tónleika, fótboltagláp og páskaegg. Himnafeðgarnir komast ekki að hjá langflestum landsmönnum. Rétt upp hönd sem fer í kirkju (trúarinnar vegna).

Greindarskertir segja: "Já en hvað með frídaga, eruð þið á móti frídögum. Eru trúleysingar ekki hræsnarar fyrir að taka frí á föstudaginn langa?" Ég er með lausn, ég skal vinna alla helgidaga ef þið vinnið alla laugardaga og í sumarfríinu ykkar. Ég meina, ekki eruð þið kommúnistar en samt getið þið þakkað þeim og vinum þeirra fyrir flesta frídagana ykkar.

*Ef trúmenn boða þessa vitleysu áskil ég mér rétt til að veita mótvægi.

kristni
Athugasemdir

Matti - 22/04/11 23:54 #

  1. Hvað er að þessu liði?
  2. Hvað er málið með myndir af illa tenntu liði þegar þeir skrifa um mig? Vita þeir ekki að ég fæ aldrei tannskemmdir?

Þórður Ingvarsson - 23/04/11 03:14 #

Eretta ekki bara tennurnar í túllanum hjá þessu þráhyggjusjúka og þroskaskerta viðrini?

Hvaða mælikvarða nota þessar mannvitsbrekkur og mykjudreifarar varðandi réttmæti og röksemdir skoðana yfirleitt?

Af hverju ætti félag með þann tilgang "að veita mótvægi við boðun hindurvitna og vinna gegn áhrifum þeirra í samfélaginu, s.s. skipulögðum trúarbrögðum, skottulækningum og gervivísindum."# að fara mótmæla umferðarlögum? Það eru til félög sem sinna því sérstaklega og á þeim grundvelli sem félagsmenn samþykkja.

En hvað bítur á forherta fordómadela og síflippandi sprelligosa sem ýmist lesa ekki mótrök eða ná ekki að meðtaka skilaboðin?

Hérna, smá um umræður.

Björn Þroskaskerti - 23/04/11 12:07 #

Ég sé ekki betur en Vantrú sé einskonar kommafélag í vinstri kantinum. Svo glott á kínverskum komma á vel við færsluna.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 23/04/11 15:21 #

Af hverju mótmæla femínistar ekki umferðalögunum? Af hverju mótmælir FÍB ekki kvótakerfinu? Viltu ekki skrifa um þetta Björn?

Björn fáviti - 23/04/11 22:45 #

Það væri vel hægt að skrifa um það ef FÍB væri að mótmæla hraðasektum vegna þess að ríkið væri að sekta. Ekki hraðanum eða upphæðinni. Vantrú virðist vera alveg sama um fáránlegar reglur sem ríkið setur um svipaða hluti og "bann við Páskabingói" ef kirkjan kemur þar hvergi nærri. Kannski hef ég rangt fyrir mér og Vantrú nennir bara ekki að mótmæla öllu. Held samt að ruglið fara bara í taugarnar á ykkur ef ríkiskirkjan er með puttana í skálinni.

Matti - 23/04/11 22:48 #

Kannski hef ég rangt fyrir mér og Vantrú nennir bara ekki að mótmæla öllu.

Loksins segir þú eitthvað örlítið gáfulegt.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 24/04/11 14:05 #

Já, það er rosalega undarlegt að Vantrú takmarki sig við lög sem tengjast kirkjunni (og reyndar líka skottulæknum). Næstum því jafn undarlegt og af hverju FÍB takmarkar sig vði lög sem tengjast bílum. Efni í Kryppu-grein!

Matti - 24/04/11 14:54 #

Ef það er eitthvað sem þeir kunna vel Kryppunni þá er það listin að takmarka ekki umfjöllunarefni við eitthvað tiltekið - samsærin eru allsstaðar. Fæðingarstaður Obama, þoturákir, efnahagshrunið, sætuefni, kjarnorkuslys, stríð um víða veröld, tækninjósnir og svo framvegis. Um allt þetta fjallar þeir af jafn mikilli vanþekkingu. Til hvers að takmarka sig við það sem þú þekkir þegar þú getur skrifað svo óskaplega mikið um allt hitt sem þú veist nákvæmlega ekkert um.

Reyndar virðist furðulega mikil orka hjá þeim fara í versta samsæri allra tíma - Vantrú og bankamanninn mig!

Björn fáviti - 24/04/11 18:58 #

Það þarf ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur í öll skipti. Vantrú og bankamaðurinn ásamt Jóni Frímann Vantrúarmanni eru ágætis uppfyllingarefni í bland við stríð og sætuefni.

Matti - 24/04/11 19:15 #

Hvað eru margar greinar um Kryppuna á Vantrú?

Matti - 25/04/11 18:37 #

Enn ein fyrirsögn og grein um Vantrú á Kryppunni - en þegar greinin er lesin kemur í ljós að þetta hefur nákvæmlega ekkert með Vantrú að gera.

Þessi þráhyggja þeirra er sjúkleg.

Þórður Ingvarsson - 25/04/11 18:42 #

Le Palm D´Ore Face.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þráhyggjusjúkir fávitar og froðuheilar taka ástfóstri á Vantrú.

Matti - 25/04/11 18:44 #

Gætið trúað því að þeir séu að reyna að ná í athygli í gegnum Vantrú. Það les nær enginn Kryppuna og enn færri nenna að reyna að kommenta.

Þórður Ingvarsson - 25/04/11 18:52 #

Datt það líka í hug. Einhver barnaleg öfund í gangi.

Lesendahópurinn hjá Vantrú mundi vægast sagt minnka ef við mundum elta ólar við þetta lið í hvert sinn sem þeir nefna okkur á nafn.

Við höfum allavega einhvern standard.