Örvitinn

Á undan storminum

Komum heim úr bústað rétt rúmlega tvö. Ætluðum upphaflega að fara heim seinnipartinn á morgun (í dag) en ákváðum að drífa okkur af stað á undan storminum. Lágum yfir veðurþáttaspánni í kvöld. Vorum fyrst að pæla í að fara af stað snemma í fyrramálið en ákváðum að drífa okkur af stað rétt eftir miðnætti þar sem spáin var ágæt milli tólf og þrjú. Vöktum stelpurnar, sem höfðu farið að sofa rétt rúmum klukkutíma á undan, pökkuðum og brunuðum af stað.

Ferðin gekk vel, smá rok en ekki merkilegar vindhviður undir Hafnarfjalli. Lítill vindur á Kjalarnesi.

Inga María er komin upp í - getur ekki sofnað.

dagbók