Örvitinn

Altíð hjálpar einhver guð

Gyða fékk þennan málshátt í lakkríspáskaegginu frá Freyju. Vissulega er ekki verið að binda sig við einhvern tiltekinn gvuð heldur getur fólk valið þann sem hentar.

Reyndar tel ég að aldrei hjálpi nokkur gvuð. Hef ekki heyrt dæmi um slíkt og held reyndar að algengara sé að þessir gvuðir "hjálpi" þeim sem hjálpa sér sjálfir. Það hefur mér alltaf þótt frekar ódýr redding hjá gvuðunum.

Minn málsháttur kom úr dökku páskaeggi frá Nóa Síríus og var: Ekki er synd í sönnum eiði eyði. Það þykir mér nú töluvert betri málsháttur þó oft megi satt kyrrt liggja.

dagbók
Athugasemdir

Tinna - 25/04/11 13:39 #

Eyði? Ekki eiði?

Matti - 25/04/11 13:41 #

Auðvitað stendur eiði.

Tinna - 25/04/11 13:53 #

Meikar meira sens.