Örvitinn

Sáttfýsi

Vandinn við að leysa mál með sáttum án viðkomu þeirra sem málið snýst í raun um er að þeir aðilar telja sig sennilega hafa unnið og réttlæta þannig framferði sitt fyrir sjálfum sér og öðrum.

Sá vægir sem vitið hefur meira er stundum sagt. Í þessu tiltekna máli reynir sá sem er siðaður að leysa málið - ítrekað. Þannig er það bara. Vissir aðilar hafa gjörsamlega misst stjórn á sér í þessu máli og virðast halda að um þá eigi ekki að gilda nokkrar (siða)reglur.

Við reyndum að leita réttar okkar en stjórnlaust fólk sá til þess að slíkt er ekki hægt á þessum vettvangi. Sem betur fer munu þau mál fara í farveg. Hver veit nema einhverjir aðilar fái yfir sig áfellisdóm síðar á árinu. Það verður þá örugglega miklu verra en þetta litla mál.

Svo er það lögreglukæran. Nú verður gengið frá því máli.

ps, spurning hvort ég tek eftirlitsbúnaðinn úr sambandi. Hef lítið við hann að gera lengur.

dylgjublogg
Athugasemdir

Hjörtur Brynjarsson - 28/04/11 18:35 #

Nei Matti, rólegur gamli. Þessi eftirlitsbúnaður er stærsta uppspretta okkar af gríni, glensi og hefur gefið ótrúlega innsýn inn í hugarheim þeirra.

Ég vill þú haldir honum gangandi þar til batterýið klárast! Þeir finna hann hvort sem er aldrei þarna á bakvið.

Matti - 28/04/11 18:40 #

Málið er bara að nemarnir eru sumir farnir að gefa sig og stundum heyrast suð eða smellir úr þeim. Hlýtur að enda með að fólk rambar á þá.

Matti - 29/04/11 13:43 #

Til umhugsunar fyrir fjörtíumenningana. Þegar þið eruð tilbúin að trúa öllu hinu versta upp á einhvern - veltið því þá vandlega fyrir ykkur hvort þið hafið heyrt allar staðreyndir málsins. Eyðið kannski tíu mínútum til að heyra önnur sjónarhorn. Sláið á þráðinn - ég lofa ykkur að brjálaða öfgafólkið er tilbúið að kynna ykkur sína hlið málsins í rólegheitum.

spritti - 29/04/11 14:54 #

Þetta er náttúrulega bilun