Örvitinn

Stolið frá Bubba - trúboð í skólum

Rakst á viðtalsbók við Bubba Morthens í N1 á Blönduósi í morgun. Fletti í henni og ákvað að stela þessum bút þegar ég sá hann. Tók símamyndir af tveimur síðum og borgaði ekki krónu fyrir.

Mynd af síðu í bók

Mynd af næstu síðu í sömu bók

Ég ætla ekki að fullyrða neitt, en ég held að Bubbi sé að misskilja Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna eitthvað örlítið. Svo held ég líka að hann sé að misskilja álíka mikið þegar hann talar um fólk sem ruglar saman trú, frelsi og trúfrelsi - en það er nú bara mín hógværa skoðun. Ég er enginn Bubbi.

leikskólaprestur
Athugasemdir

Einar - 16/05/11 16:46 #

Síðan með þetta að geta labbað burtu ef áhugi er eigi fyrir því að hlusta á guðsorðið..

..að það geta auðvitað saklaus skólabörnin ekki gert þegar prestar og aðrir (ósvífnir)guðsmenn koma inn í stofurnar í skólanum, þar sem kennsla á sér stað og troða í þau áróðri, sama hvaða trú eða lífsskoðanir foreldrar viðkomandi barna hafa.

...og þar sem hugar þeirra eru ungir og ómótaðir er hægt að segja þeim hvað sem er og þau trúa því eins og sannleika, enda prestur sem sagði þetta og ekki ljúga þeir? ...
Þar sem skólaskylda kemur í veg fyrir annað, þurfa börnin að sitja undir þessu, ásamt til dæmis ferðum í kirkjur.. jafnvel að foreldrunum óspurðum.

Það er víst búið að taka fyrir það, eftir kvartanir foreldra.

En hér er Bubbi á villigötum. Afþví að hann er trúaður að þá finnst honum það eðlilegasti hlutur í heimi að öll börn sitji undir þessu í skólum. Fólk með aðrar lífsskoðanir eða trú verður bara að sætta sig við að vera í minnihluta??? Eða hvernig orðaði guðsmaðurinn þetta á sínum tíma.

Það verður að vernda börnin fyrir þessum ágangi. Þau eiga að fá frið í skólum, til að læra. Og síðan þegar þau verða nógu gömul til að gera það upp við sig hvort eða á hvað þau vilja trúa taka þau þá ákvörðun sjálf. Án áreitis, heilaþvottar og óróðurs kirkjunnar.

Eiríkur Örn Norðdahl - 16/05/11 17:51 #

Það var náttúrulega eftir siðleysingjanum sem þú ert að ræna bara viðtalinu við Bubba. Nú svelta börnin hans. Ég vona að þú sért stoltur af sjálfum þér.

BjornG - 16/05/11 20:29 #

''.....nýja tesamentið er frábær bók....'' Mér þætti gaman að sjá hvað hann hefur að segja um það gamla og hvernig það passar inn í kristini

Kristín í París - 16/05/11 21:02 #

Sko, ég held ég sé að endurtaka mig, en kommon, plís, munið að það verða ekki bara prestar eða aðrir kristniboðar sem reyna að troða rugli í börnin ykkar. Þau verða fyrir stöðugu áreiti alla daga, út um allt og það er ykkar hlutverk, foreldranna, að kenna börnunum að þau heyri alls konar hluti en eigi ekki endilega að trúa þeim. Það er ykkar hlutverk að kenna börnunum ykkar að verða gagnrýn í hugsun. Ekki skólans. í alvöru talað, plís, fóruð þið Vantrúarfólk ekki allir meira eða minna í gegnum þetta? Og eruð þið verri menn af? Er auglýsingakjaftæðið sem dynur á þeim í alvöru eitthvað skárra en einn og einn prestur eða nunna eða hvað það er sem kemur og talar yfir þeim um gvuð?

Kristín í París - 16/05/11 21:03 #

Hey, gleymdi að hrósa fyrir ránið:)

Matti - 16/05/11 21:09 #

Trúboð í leikskólum og grunnskólum er miklu meira á Íslandi í dag en þegar ég var pjakkur. Leikskólatrúboð þekktist ekki þá. Vinaleið þekktist ekki. Þessi þróun á sér stað síðust tíu-fimmtán ár. Það er engin hefð fyrir þessu.

Er auglýsingakjaftæðið sem dynur á þeim í alvöru eitthvað skárra en einn og einn prestur eða nunna eða hvað það er sem kemur og talar yfir þeim um gvuð?

Nei það er ekkert skárra - so? Ég er á móti því að markaðsmenn komi fari í skólana og selji börnum drasl. Skiptir þá engu máli hvort þeir eru að selja Gvuð, Sjálfstæðisflokkinn eða sykraðra kóladrykki. Samt vil ég ekki banna fólki að kaupa Gvuð, Sjálfstæðisflokkinn eða sykraða kóladrykki. Ég vil bara að börn fá frið frá slíkri sölumennsku í leik- og grunnskólum.

Jón - 18/05/11 18:02 #

Þetta er eins og með reykingarnar. Af hverju fer fólk bara ekki annað ef reykurinn truflar það?

Einar Jón - 25/05/11 22:06 #

Reykingar er helvíti góð samlíking. Og af hverju fá bara ríkiskirkjuprestar að troða sínum heilaga reyk ofan í börnin en ekki aðrir?

Þórður Ingvarsson - 25/05/11 23:29 #

Auk þess eru reykingar bannaðar inní opinberum stofnunum, t.a.m. skólum.

Þessi samlíking er þvæla.

Þórður Ingvarsson - 25/05/11 23:36 #

En ef maður heldur áfram með þessa vonlausu samlíkingu:

Reykingar eru bannaðar á mörgum stöðum, því þær eru skaðlegar og hættulegar heilsu fólks.

Trúboð er það líka, þetta er skaðlegt (gott dæmi: Afríka) og stefnir geðheilsu fólks í hættu.