Örvitinn

Sumarfrí

Sumarfríið mitt hófst formlega í gær. Fórum í bústað á fimmtudag og komum heim í morgun. Verðum heima í einhverja daga, dittum að garðinum og slökum á. Það er löngu kominn tími á að ræsa sláttuvélina.

Fengum afskaplega fínt veður í bústað og nýttum heita pottinn vel. Reyndar var svo hlýtt að við kældum pottinn. Dunduðum okkur í tölvunni, gláptum á sjónvarp, lásum bækur og borðuðum afskaplega vel.

Kíktum á 17. júní skemmtun í Borgarnesi að þessu sinni. Það var ágætt og stelpurnar voru sáttar þar til um kvöldið þegar þær sáu leiktækin í miðbæ Reykjavíkur í sjónvarpsfréttum. Þá var Inga María svekkt í smá stund.

Markmið þessa sumarfrís er að slaka á og það gengur alveg ágætlega.

dagbók