Örvitinn

Lexía trúmanna

Kirkjugarður

Það er eitt sem trúað fólk þarf að læra af umræðu síðustu daga og vikna. Eitt sáraeinfalt atriði sem það þarf að heyra og kyrja aftur og aftur og aftur þar til það eru búið að meðtaka hugmyndina.

Þið eruð ekkert betri en annað fólk.

Annað var það ekki.

Það er enginn að segja að þið séuð eitthvað verra fólk, jafnvel þó sumt trúað fólk geri slæma hluti, en það er staðreynd að þið eruð heldur ekkert endilega betra fólk þó þið hafði ákveðið að tilheyra einhverjum tilteknum trúarbrögðum eða trúa einhverjum hugmyndum sem ganga ekki upp í raunveruleikanum.

Hættið að halda því fram að annað fólk sé siðlaust. Hættið að segja að Ísland sé kristið land. Hættið að agítera fyrir því að það þurfi að boða trú í skólum. Hættið að gefa í skyn að ef börn séu ekki alin upp í kristni séu þau alin upp í gildissnauðri heimsmynd. Hættið að halda því fram að hér þurfi að vera þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá. Hættið að halda því fram að prestar eða aðrir trúarleiðtogar séu heilagir. Hættið að halda því fram að allt sem er jákvætt í samfélögum nútímans megi rekja til ykkar trúarbragða. Hættið að þykjast betri en annað fólk.

Gerið það fyrir mig.

efahyggja
Athugasemdir

Matti - 21/06/11 16:02 #

Sjá líka fína grein Baldurs McQueen þar sem hann segir meðal annars:

Öll þau hneykslismál sem dunið hafa á hinum ýmsu kirkjum síðustu ár, sýna þó svart á hvítu að skipting í gott fólk (trúaðir) og vont fólk (trúlausir), heldur ekki vatni. Ekki á nokkurn hátt. Þar held ég reyndar fjölmargir prestar séu mér sammála.

Matti - 21/06/11 17:28 #

Óskaplega er ómerkilegt að nota Vantrú eins og þessi bréfberi gerir. Þarna er félagið augljóslega í hlutverki þess forboðna, þess sem enginnn prestur má kenna sig við. Það versta sem prestur gerir er augljóslega að fá hrós frá einhverjum í Vantrú!

Við komum að sjálfsögðu ekki nálægt þessu :-)

Arnar - 21/06/11 18:47 #

þetta mættu allir taka til sín, jafnvel líka vantrúarseggir sem telja sig betri en trúmenn, enginn er betri fyrir trú sína sama hversu "rétt" hún er. Maður hefur hitt í gegnum tíðina fólk sem maður er fullkomlega sammála flestu í heimsmynd þeirra en það hefur verið ruddar og dónar, svo hefur maður hitt snarruglað bókstafstrúarfólk sem er einstaklega viðkunnalegt. Allt til í þessu

Matti - 21/06/11 18:51 #

þetta mættu allir taka til sín, jafnvel líka vantrúarseggir sem telja sig betri en trúmenn,

Ég hef ekki orðið var við þá vantrúarseggi, en þeir sem telja sig betri en trúmenn mættu vissulega taka þetta til sín. Ég hef oft og reglulega orðið var við trúað fólk sem telur að trú sé forsenda siðferðis (m.ö.o. að trúað fólk sé betra).

Jón Ferdínand - 29/06/11 18:22 #

Amen ;)