Örvitinn

Svar við bréfi Helgu

Þannig virðist mér reglan heldur vera sú að fólk lifi að jafnaði í berhöggi við það sem það boðar, hvaða mynd svo sem kann að vera á því sem boðað er, sé það pólitísk stefna eða tilvistarspeki. Það er engu líkara en þeir sem tala um að grenna sig, sykri alltaf pönnsuna mest og verstu ruddarnir tali um "aðgát í nærveru sálar"; þeir sem fordæmi glæpinn harðast séu að jafnaði stærstu glæpamennirnir, kapítalisminn sem á að gera alla ríka - geri alla fátæka, og eins víst að frelsið sem mönnum er svo tíðrætt um núna eigi eftir að gera alla að þrælum.

Úr bókinni Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson.

Svar við bréfi Helgu er lítil bók, ekki nema 94 síður, og því fljótlesin. Sagan er afskaplega góð og grípandi. Nokkrar litlar forvitnilegar frásagnir, skemmtilegar lýsingar á lífinu í sveitinni (sumar grófari en aðrar) og pælingar um stóru ákvarðanirnar í lífinu.

bækur