Örvitinn

Víkingaskipshótel í Hlíðarvatni

Hlíðarvatn

Ókum framhjá Hlíðarvatni í dag og lásum í Vegahandbókinni um víkingaskipshótel sem þar var rekið um skamma stund á sjöunda áratug. Helvíti er það magnað.

vikingahotel

menning
Athugasemdir

Eggert - 04/07/11 22:55 #

Þetta vita nú allir sem horfa á Landann!

Matti - 04/07/11 23:17 #

Nú er það! Fjandakornið, ég þarf greinilega að fylgjast oftar með fólkinu úti á landi :-)

Lalli - 10/07/11 06:21 #

Þetta er í sveitinni minni en ef þið keyrið þjóðveginn þá farið þið fram hjá Oddastaðavatni, til að komast að Hlíðarvatni þarf að taka afleggjarann upp að bænum Hallskelsstaðarhlíð. Veit ekki hvort þið fóruð þá leið.

Víkingaskipshótelið var skemmtileg hugmynd og nokkuð brött á þessum árum, allir vegir malarvegir og ferðamenn frekar sjaldséðir miðað við nútímann.

Matti - 10/07/11 11:23 #

Ég var einmitt að skoða kort í gærkvöldi og áttaði mig á því að þetta er mynd af vitlausu vatni!