Örvitinn

Bráðabirgðabrýr eru bráðabirgða

Í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær ræddu umsjónarmenn þáttarins við G. Pétur Matthíasson talsmann Vegagerðarinnar.

Pétur sagði þeim að bygging bráðabirgðabrúar gengi vel og að allir hjá Vegagerðinni væru stoltir af frammistöðu brúarvinnuflokka. Þá spurði Linda blöndal:

"En hvað sko, er þá alveg klárt að hún mun ekki fara aftur ef svona hlaup verður samskonar." # (upptaka á vef RÚV)

Ég hló upphátt og G. Pétur var næstum farinn að hlæja en benti henni á að bráðabirgðabrú muni ekki þola stór hlaup.

Mér þótti spurningin alveg einstaklega aulaleg :-)

Viðtalið við rútubílstjórann var einnig ákaflega merkilegt en það er önnur saga.

fjölmiðlar