Örvitinn

Frændi

Ég á frænda sem ég tala lítið við! Fjarlægði hann af Facebook vinalistanum eftir endalaust diss um trúleysingja og pólitískan áróður sem ég var búinn að fá nóg af.

Í dag skrifaði hann athugasemd við Facebook status hjá frænda okkar sem vísaði á grein mína á Vantrú

Ég er viss í minni trú í dag! skil ekki trúboð vantrúrfólks bara skil það ekki og held stundum að þau fatti ekki að þau eru í bullandi trúboði!

Ég svaraði:

[frændi], vandinn er að þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Það er ekki hægt að tala við þig. Bullandi trúboð Vantrúar fer fram á vefsíðu sem þú getur sleppt því að skoða ef þú vilt.

Frændi svaraði.

það gott að vera með próf Matthías! En það að fullyrða að fólk viti ekkert ? ég hef mínar skoðanir og set þær fram þegar mig langar til ég skammast mín heldur ekkert fyrir að hafa trú og að hafa fundið hana! En þar sem ég þekki fleiri en þig Matthías og skiptist á skoðunum við þá líka þá velti ég oft fyrir mér offorsi Van-TRÚAR-fólks í garð okkar sem höfum trú í okkar lífi. Ég man líka að hann Afi þin sagði oft við fólk sem þóttist vita allt og vera öðrum betri að þá væri leiðin á enda! Því hinin mesta VISKA er að viðurkenna að maður veit ekkert og á margt ólært. En þannig er því ekki farið um þig kæri frændi sem allt VEIST!

Þema dagsins er vitsmunahroki!

dylgjublogg
Athugasemdir

Þrúðmar - 22/07/11 16:01 #

Alltaf átakanlegt þegar frændur rífast.

Takk fyrir að deila þessu.

Freyr - 22/07/11 16:31 #

Fyrst að þú ert þegar búinn að unfriend-a hann, væri ekki tilvalið að henda smá herramanns-svívirðingu á hann:

"I would love to have a battle of wits with you, but you appear to be completely unarmed."

Annars grunar mig hvern þú átt við, hann er einmitt vinur minn á facebook og yfirleitt fylgir honum orðskak. Hef reynt að leiðrétta rangfærslur, en þú getur ímyndað þér hvernig það hefur gengið. Best bara að yppa öxlunum og halda áfram að gera áhugaverðari hluti.

Einar - 26/07/11 19:14 #

Voðalegur kjáni er þetta.

Við getum ekki valið okkur fjölskyldu. Því miður.