Örvitinn

Stuð um nætur við Engjasel

Síðustu viku höfum við vaknað um miðja nótt, hverja einustu nótt, við þjófavarnakerfi í bíl í nágrenninu. Á miðvikudag fór kerfið í gang um eftirmiðdaginn, ég skokkaði af stað en þegar ég kom upp að Seljabraut slökknaði á því. Ég er því ekki með þá á hreinu hvaðan lætin koma en þau eru ekki langt frá okkur.

Seljahverfi

Ef þú átt bíl sem hefur þann litla galla að þjófavarnakerfið fer í gang um miðja nótt máttu gjarnan rífa það úr áður en það kviknar í helvítis druslunni eina nóttina.

Þessu máli algjörlega ótengt. Plata dagsins er KILL 'EM ALL.

kvabb
Athugasemdir

Erna Magnúsdóttir - 22/07/11 11:32 #

Ég myndi hringja í lögregluna og kvarta yfir hávaða.... Svona í alvöru talað.

Einar Jón - 27/07/11 12:49 #

Tengdapabbi lenti í því sama með þjófavörn í búð í götunni þar sem hann bjó. Hann skrúfaði það niður og henti því í Dóná til að þagga niður í því...

Margir af nágrönnunum fylgdust með en enginn sá neitt.

Matti - 27/07/11 13:02 #

Ég átti ekki von á því að Gullvagninn svokallaði á Kryppunni gæti gengið fram af mér. Ég hafði rangt fyrir mér.

Þetta er því ekki rétti tíminn til að grínast með blóðugar hefndir, en Örvitinn, uppáhalds óvinur okkar á Kryppunni, virðist þó telja fyndið að gefa blóðhefndir í skyn fyrir pirrandi nágranna með bilaða þjófavörn sem pípir um nætur.

Þessi bloggfærsla var skrifuð áður en voðaverkin í Noregi áttu sér stað. Það var engin leið fyrir mig að vita að þessir atburðir myndu eiga sér stað. Auk þess var ég að hlusta á plötuna Kill'em all þennan morgun. Tvisvar. Hún er klassísk.

Myndin sem þeir breyta á ekkert skylt við byssumið heldur táknar hún hávaðann sem ég er að kvabba undan.

Matti - 02/08/11 17:53 #

Lesskilningur Gullvagnsins:

Allt hófst þetta á sakleysislegu dylgjubloggi Örvitans, þar sem hann gaf í skyn að nágranni með bilað þjófavarnarkerfi í bíl gæti átt á hættu að kviknaði í druslunni (fyrir tilviljun auðvitað) um leið og hann talaði um að hann sjálfur væri hlaupandi um nágrennið að leita að þessum bíl. “Algerlega ótengt” (þeir elska tilviljanir) sagði Matti svo frá því að “plata vikunnar” væri KILL ‘EM ALL með dauðarokksveit.