Örvitinn

Mannréttindaráð Hitlers

Áróður ríkiskirkjufólks gegn Mannréttindaráði Reykjavíkur náði nýjum lágpunkti í aðsendri grein Fréttablaðinu í dag. Þar skrifar Hildur Jónsdóttir um Alræði lýðræðisins.

Málverk af Hitler

Að setja slíkar hömlur á skólastarf sem Reykjavíkurborg stingur upp á tel ég beinlínis hættulegt og minna á fyrri tíma einræðisstefnur sem ætluðu sér leynt og ljóst að útrýma öllum skoðunum nema sinni eigin. Þar á meðal má nefna Hitler, sem fjarlægði fermingarfræðslu úr skólanum vegna þess að hún stangaðist á við hans eigin hugmyndafræði.

Kannast einhver við að Hitler hafi fjarlægt fermingarfræðslu úr skólum? Þar fyrir utan, þá gerði Hitler ýmislegt. Hann var t.d. grænmetisæta og þoldi ekki reykingar. Eigum við þá að troða kjöti og tóbaki ofan í grunnskólabörn í Reykjavík?

Restin af grein Hildar er ekkert skárri. Að sjálfsögðu er þörf á samræmdum reglum fyrir leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Það er út í hött að í einum skóla sé kirkjan með stöðugt kristniboð vegna þess að þar eru kristnir foreldrar virkir í skólaráði. Eiga foreldrar að þurfa að flýja tiltekna skóla vegna þess að þar er stíft trúboð í gangi? Hvað ef skólaráð er skipað sjálfstæðismönnum sem vilja styrkja samstarf skólans og flokksins - eiga skólar á Seltjarnarnesi þá að vera útungunarstöðvar D listans?

Ég spái því að fullt af kristnu fólki muni hampa þessari grein.

kristni
Athugasemdir

Bjarni - 02/08/11 16:23 #

Hitler drap líka gyðinga, við Íslendingar erum einskærir gyðingahatarar ... eða eitthvað!

Matti - 03/08/11 15:25 #

Ég geri ráð fyrir því en það hefur svosem annað kristið fólk en ríkiskirkjufólk sett fram glórulausan áróður í þessari umræðu.

Guðmundur Brynjólfsson - 03/08/11 23:33 #

Maður staðreynda og vísinda, ábyggilegur og vandvirkur, eins og mér hefur sýnst þú vera, á ekki að gera ráð fyrir neinu. Hún Hildur tilheyrir örugglega ekki "ríkiskirkjunni".

Matti - 04/08/11 00:17 #

Veistu hver annar var örugglega ekki í ríkiskirkjunni? Hitler!

Matti - 04/08/11 10:14 #

Ég nefndi ríkiskirkjuna vegna þess að ríkiskirkjufólk hefur verið mest áberandi í baráttu gegn tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkur. Hefði kannski frekar sagt "áróður kristinna" en sé ekki að það skipti öllu máli.

Þess má geta að einhverjir ríkiskirkjuprestar hafa gert "like" við grein Hildar, þ.m.t. prestar sem almennt eru taldir frjálslyndir.