Örvitinn

Er ríkiskirkjan fyrir alla?

Stundum þegar ríkiskirkjufólk ver sérstöðu og forréttindi ríkiskirkjunnar vísar það þess að þjónusta hennar sé öllum íslendingum aðgengileg og aldrei sé spurt um trúfélagsaðild.

Í þessu samhengi má líka hafa í huga að Þjóðkirkjan veitir landsmönnum öllum víðtæka þjónustu óháð trúfélagsaðild.

Viti menn, þetta er auðvitað ósatt.

Ég legg til að ríkiskirkjufólk skipti um plötu og hætti að halda því fram að kirkjan sé fyrir alla. Hún er það að sjálfsögðu ekki og það er í raun ekkert óeðlilegt. Það sem er óeðlilegt er að allir skuli þurfa að borga fyrir ríkiskirkjuna.

Þess má geta að Pressan fjallar um sama mál en segir ekki frá því að fréttin komi frá Vantrú. Hvað er málið með Pressuna? Er virkilega til of mikils mælst að Pressan geti heimilda og vísi á vefsíður? Hvenær ætlar þetta pressulið eiginlega að læra á internetið?

kristni vísanir