Örvitinn

Er líf eftir dauðann?

Skúli Lórenzson svikamiðill* svaraði þessari spurningu í Morgunútvarpi Rásar2 í morgun.

Það er engin spurning vegna þess að ef þú myndir fara í gegnum svona líf þitt og skoða hlutina og það sem þú ert að gera þá held ég að það myndi [fundi sinnast!] lítinn tilgangur í því sem þú ert að gera ef það væri ekki líf eftir dauðann. Þú værir ekki að brasa við að reyna að borga af húsinu þínu og annað ef það væri bara svart á eftir.

Viðbrögð mín sjást á myndinni. gáttaður trúleysingi

Skúli bætti við.

Það er gott að fólk sé með vissan efa fyrir hlutunum vegna þess að það er bara hollt og gott en það á að leyfa hinum bara að vera í friði.

Hvað ætli hann eigi við með þessu? Er þetta ekki það sem allir svikarar segja? Eiga þeir sem efast að þegja meðan Skúli Lórenzon þykist tala við látið fólk?

Það er til skammar að Ríkisútvarpið bjóði upp á svona húmbúkk. Nei, það er ekki nóg að bjóða upp á viðtal við einhvern efahyggjumann á morgun eða hinn. Skúli og Unnur verða búin að pranga fé út úr fólki í kvöld með dyggri aðstoð Morgunútvarps Rásar tvö. Fyrir viku fjallaði sami þáttur um draugagang í húsum. Ég hélt það væri súrt grín en í morgun var imprað á því og þáttastjórnandi fullyrti að til væru illir draugar!

* Allir miðlar sem fá greitt fyrir að tala við látna eru svikamiðlar. Þeir sem dunda sér við þetta án þess að svíkja fé úr fólki... ég veit ekki!

efahyggja fjölmiðlar
Athugasemdir

Freyr - 31/08/11 18:22 #

Kannski hefur þetta eitthvað með tímaslottið að gera - þeir eru oft engu skárri þarna á Bylgjunni á sama tíma.

Eva - 02/09/11 05:54 #

Þú værir ekki að borga af húsinu þínu ef ekki væri framhaldslíf.

Frábær rök. Því hvar ætlar þú eiginlega að búa þegar þú ert dauður ef þú borgar ekki af húsinu þínu í þessu lífi? Ekki hefurðu neitt með heimili að gera næstu 50 árin svo ef þú trúir ekki á framhaldslíf hlýtur að vera rökrétt að hætta að gera neitt í þessu lífi.