Örvitinn

Facebook bloggkomment - ókostir

Sífellt fleiri vefsvæði hafa tekið upp á því að styðjast við Facebook þegar kemur að athugasemdum. Hverjum datt í hug að þetta væri góð hugmynd?

Ég sé a.m.k. fáeina ókosti við þetta.

Kostir við Facebook komment eru m.a. minni líkur á athugasemdum frá nafnlausum rolum (það er svosem hægt að stofna aðgang til að pönkast í fólki) og ruslpóstur ætti að minnka. Kerfið er auk þess einfalt í uppsetningu.

vefmál
Athugasemdir

Einar - 06/09/11 20:30 #

Ég er semsagt ekki sá eini sem er ósáttur við þetta facebook form sem er við flestar frétta/afþreyingar síður í dag..

Eyjan er nú búin að skipta yfir í þetta þótt að ekki sé langt síðan hitt kerfið var sett upp. Það var mjög fínt kerfi. Þannig að þeir sem ekki hafa fb síðu eru núna útilokaðir frá öllum umræðum við fréttir á þessum vefmiðli.

Fáránlegt.

Ásgeir - 06/09/11 20:43 #

Athugasemdirnar á Eyjunni hafa a.m.k. stórskánað síðan þær voru tengdar Facebook.

Matti - 06/09/11 20:46 #

Ég nennti ekki að skrá mig inn í síðasta athugasemdarkerfi Eyjunnar. Hafði skráð mig áður en það hvarf allt saman (sem er einn ókostur kerfa þar sem fólk þarf að skrá sig sérstaklega inn til að gera kommentað). Facebook er þó skárra fyrir mig þar að ég þurfti ekki að skrá mig sérstaklega.

Auðvitað á þetta bara að vera opið.

Pétur Björgvin - 06/09/11 20:50 #

Er flókið að hafa bæði, gætir þú t.d. haft áfram athugasemdakerfi fyrir neðan færsluna og facebook til hliðar?

Matti - 06/09/11 20:55 #

Það væri alveg hægt en þá ertu búinn að slíta umræðurnar í sundur. Umræður eiga sér samhengi, ég vil svara þinni athugasemd og geri það hér - það kæmi varla eðlilega út ef mín athugasemd birtist á öðrum stað.

Auk þess gæti ég svo lent í því að tapa öllum Facebook athugasemdum og þá stæðu eftir samhengislaus svör, ónýt umræða.

Að mínu mati ættu allar tengingar við Facebbok, Google+ eða aðra samfélagsmiðla að taka mið af því að allt efnið frá þessum miðlum gæti glatast.

Það skiptir engu máli þó "like" eða "plús" hverfi af þessari síðu en það væri afar bagalegt ef allar athugasemdir eða hluti myndu tapast.

Óli Gneisti - 06/09/11 22:02 #

Kerfið sem ég var með um tíma byggði á því að fólk gat notað Facebook aðgang en kommentin voru samt sem áður í WordPress kerfinu. Og fólk gat líka notað aðrar aðferðir.

Eva - 06/09/11 22:49 #

Mér finnst mikill kostur að geta birt bloggfærslu á fb því annars færi hún fram hjá mörgum sem hafa áhuga. Það er ókostur að geta ekki gert það án þess að um leið sé boðið upp á athugasemdir á fb en þar sem ég vil ekki loka fyrir þann möguleika að fólk geti kommentað á aðrar færslur en bloggið, sit ég víst uppi með að fá hluta af svörunum á fb.

Pétur Björgvin - 07/09/11 08:50 #

Takk fyrir svarið Matti. Ég hafði ekki áttað mig á því að Facebook svörin gætu horfið, en þegar þú segir það hljómar það skynsamlegt. Geta ekki líka einstök komment horfið ef viðkomandi hættir á Facebook og þá stendur bara hálf umræðan eftir? Eða hvað gerist við kommentin mín ef ég eyði Facebook aðganginum mínum? Ef ég vil eiga komment við eitthvað sem ég hef skrifað og fengið Facebook komment við, þá ætti ég sennilegast að vista þetta á tölvuna. Það gæti nú reynst slatta vinna fyrir þá sem skrifa mikið og fá mikla umræðu.

Arnold Björnsson - 07/09/11 09:30 #

Mig grunar að ástæðan sé að þeir fá miklu meiri dreifingu og heimsóknir því kommentið birtist (oftast ) á FB síðu viðkomandi sem leiðir til þess að margir vinirnir smella. Það eru óskaplega margir á FB. Þessir vefir eru fyrst og fremst um heimsóknir og smelli. Það er þungamiðjan í þeirra starfi. Allt annað kemur númer 2. Þeir eru bara búnir að komast að því að þetta er svakalega effektív leið til að dreifa efninu

Freyr - 07/09/11 11:33 #

Auðvelda leiðin er ekkert endilega rétta leiðin.

Að mínu mati ætti kommentakerfi að tilheyra þeirri síðu sem er verið að kommenta á (eins og hér). Eigandi síðunnar ræður öllu um þær, getur ritstýrt, valið markdown möguleiki, átt kommentin á disk, o.þ.h.

Hins vegar er það óneitanlegur kostur að ef maður er með FB og vill láta kommentið sitt koma fram þar líka, þá ætti það að vera möguleiki - e.t.v. hakað við þann möguleika þegar er verið að kommenta, API kóði sæi svo um að pósta afrit af kommentinu (án markups) á FB síðu viðkomandi með link á greinina sem er verið að kommenta á.

Arnold Björnsson - 07/09/11 12:38 #

Málið er bara að þessum miðlum er skítsama hvað ykkur finnst. Þeir vilja bara fá sína smelli og eru lunknir við að finna bestu leiðirnar til þess. Þessar FB tengigar eru gull þegar kemur að því. Þetta er ekki flókið. Þið eruð bara nördar og teljið ekkert í heildar dæminu :)

Matti - 07/09/11 12:39 #

Ég er áhugamaður um bætt vefsamfélag ;-)

Arnold Björnsson - 07/09/11 12:46 #

Matti, ég er áhugamðaur um bætta meðvitund almennings um alvöru hljómgæði. En það er flestum nákvæmlega sama um alvöru hljómgæði ;)Sama á við um bætt vefsamfélag. Vefurinn er algjörlega out of control. Tapað stríð.

Matti - 10/10/11 13:02 #

Einn galli til viðbótar. Ef maður skráir upplýsingar um vinnustað á Facebook birtast þær með athugasemdum úti í bæ. Vinnustaður minn hefur nákvæmlega ekkert með athugasemdir mínar á síðum úti í bæ, sérstaklega ekki þær sem eru skrifaðar utan vinnutíma (ólíkt þessari).