Örvitinn

WTC 7

Hvernig stendur á því að bygging 7 hrundi? Var hún ekki alveg örugglega sprengd?

Svarið er nei, hún hrundi vegna þess að byggingin stóð í ljósum logum í marga klukkutíma og varð auk þess fyrir skemmdum þegar Tvíburaturnarnir féllu. Stálgrindarmannvirki skemmast í bruna, hrynja jafnvel. Það er sýnt í þessu myndbandi.

Myndbandið fann ég á reddit.

samsæriskenningar
Athugasemdir

Ruglaður - 11/09/11 13:10 #

Sá þetta myndband á netinu http://www.youtube.com/watch?v=8T2nedORjw&feature=playerembedded

Helgi Þór Gunnarsson - 11/09/11 15:38 #

Eftir að hafa horft á eftirfarandi myndband : http://www.youtube.com/watch?v=8T2nedORjw&feature=playerembedded

þá veit maður eiginlega ekki hverju maður eigi að trúa.....

Matti - 11/09/11 15:43 #

Slóðin sem "Ruglaður" setti inn virkar ekki. Ég gat þó komist hjá því. Hér er slóð sem virkar

Ég þurfti að horfa í 40 sekúndur til að sjá fyrstu alvarlegu rangfærsluna. Þá á ég við fullyrðingu sem er gjörsamlega og sannarlega ósönn. Eftir tvær mínútur og fimmtán sekúndur kemur svo heimskuleg spurning að ég hef sjaldan séð annað eins.

3:30 kemur fullyrðing sem er kolröng. Ekki bara dálítið, heldur algjörlega fullkomlega 100% röng.

Svo er endað með útúrsnúningum á því þegar talað var um "pull", alveg óháð því að í næstu orðum talaði maðurinn um að "horfa á bygginguna hrynja", ekki sprengja hana heldur að reyna ekki að koma í veg fyrir það.

Lokorðin eru barnaleg, settir upp valkostir og gefið í skyn að þeir séu þeir einu.

Þetta er það sem ég hef verið að segja. Málstaður samsærisrugludalla er svo slakur, efnið og rökin sem þeir setja fram svo lélegt að maður trúir því varla að sæmilega greint fólk geti fallið fyrir þessu. En áróður virkar og ef maður skoðar netið þá sér maður að til er gríðarlega mikill áróður fyrir þessum samsæriskenningum.

Myndbandið sem "ruglaður" vísaði á er óhugnalega lélegt. Það inniheldur fullyrðingar sem löngu er búið að sanna að eru rangar. Það er meðal annars fjallað um í myndbandinu sem ég setti inn í færslunni.

Það skiptir samsærisnöttarana engu máli. Svo tala þeir um að þeir vilji nýja rannsókn! Þeir vilja ekkert nýja rannsókn, þeir vilja bara að einhver segi þeim að þeir hafi rétt fyrir sér.

Sorry, þið hafið því miður kolrangt fyrir ykkur.

Það versta er að þessi hópur er ekki lítill... og hann er hávær. Meðal annars í hópi þeirra sem tala um "nýtt Ísland".

Helgi, slóðin þín virkar ekki heldur. Ég ætla að giska á að það myndband sé ekki mikið skárra.

Helgi Þór Gunnarsson - 11/09/11 15:54 #

http://www.youtube.com/watch?v=hZEvA8BCoBw&feature=youtu.be

Vona að þetta virki núna...

Hjalti Rúnar Ómarsson - 11/09/11 17:14 #

Þetta pull-dót er svo rosalega vitlaust. Hann er að segja frá samtatali við slökkviliðsstjóra (í viðtali!) og segist hafa sagt: "We've had so terrible loss of life, maybe the smartest thing to do is to pull it."

Hann á sem sagt að hafa misst það út úr sér í viðtali að þar sem að það höfðu svo margir dáið um daginn að það væri bara best að sprengja bygginguna!

Björn I - 11/09/11 17:37 #

Ég sé að þeir einu sem eru sammála þér á þínum vettvangi eru Vantrúarmeðlimir.

Hólí Shit :)

Helgi Þór Gunnarsson - 11/09/11 18:10 #

Ég er nú í Vantrú en var að pósta video sem sýnir annað en Matti segir :)

Matti - 11/09/11 19:14 #

Björn, hefurðu eitthvað málefnalega fram að færa?

Matti - 11/09/11 19:14 #

Kíktu á bloggið hjá Vésteini Valgarðssyni. Hann er í Vantrú.

Þórhallur Helgason - 12/09/11 12:37 #

Skýringarnar í þessari grein eru bara margfalt líklegri til að vera réttar en allar samsæriskenningarnar, þær eru bara 'for langt ude' eins og Daninn mynda orða það...

Valgarður Guðjónsson - 12/09/11 18:16 #

Þetta með 'pull' er með vitlausari "sönnunum" í allri samsæriskenningasögunni.

Fyrir það fyrsta segir maðurinn bara 'pull' og er greinilega að tala um að kalla sitt lið út. Hann segir ekki 'pull it' en allir samsærissmiðirnir endurtaka setninguna og segja 'pull it' - breyta sem sagt því sem hann segir.

Svo er því haldið fram að "allir viti" að þetta ('pull it') þýði að sprengja byggingu. Ég hafði ekki heyrt þessa þýðingu áður, þannig að ég fletti upp, fann 28 skýringar í orðabók, en ekkert um að sprengja.

Og svo auðvitað þar fyrir utan... Dettur einhverjum í alvöru í hug að maðurinn hafi verið þátttakandi í stóru samsæri og farið svo í útvarpsviðtal til kjafta?

Þórhallur Helgason - 12/09/11 23:14 #

Valgarður: Nákvæmlega, þetta er svo langsótt að það er eiginlega með ólíkindum að fólk skuli trúa þessu. Hefur þetta fólk aldrei heyrt um gagnrýna hugsun?!?

Ruglaður - 13/09/11 02:35 #

“If you tell a lie big enough and keep repeating it, people will eventually come to believe it. The lie can be maintained only for such time as the State can shield the people from the political, economic and/or military consequences of the lie. It thus becomes vitally important for the State to use all of its powers to repress dissent, for the truth is the mortal enemy of the lie, and thus by extension, the truth is the greatest enemy of the State.”

Joseph Goebbels

http://thinkexist.com/quotation/-ifyoutellaliebigenoughandkeep_repeating/345877.html

Ef Joseph Goebbel áróðursmálaráðherra í ríkisstjórn nasista hefur rétt fyrir sér þá er ekki skrítið að venjulegt fólk hafni þessu sem of stórri lygi alveg sama hversu mikil skítalykt er af þessu. Horfið líka á afleiðingarnar, hversu margir í Írak, Afganistan og öðrum löndum hafa dáið út af þessum hriðjuverkum. Áður en þessi dagur kom þá var engin stríðsógn við Bandaríkin og það lá eðlilegur niðurskurður við stríðsmaskínuna, en það breyttist allt á einum degi.

Matti - 13/09/11 08:34 #

Ef Joseph Goebbel áróðursmálaráðherra í ríkisstjórn nasista hefur rétt fyrir sér þá er ekki skrítið að venjulegt fólk hafni þessu sem of stórri lygi alveg sama hversu mikil skítalykt er af þessu.

Þetta er ekki röksemdarfærsla! Það er ekki nóg að segja að Goebbels hafi sagt eitthvað, því sé þetta samsæri.

Ég skal gefa þér eitt samsæri. Það var augljóslega samsæri þegar þessir atburðir voru tengdir við Saddam Hussein og Talibana til að réttlæta stríð. Við vitum að þær tengingar voru rangar og við vitum að forseti Bandaríkjanna vissi það.

Horfið líka á afleiðingarnar, hversu margir í Írak, Afganistan og öðrum löndum hafa dáið út af þessum hriðjuverkum.

Já, afleiðingarnar hafa verið skelfilegar.

Hvað hefur það með WTC-7 að gera?

Þú samþykkir vonadi að 19 hryðjuverkamenn hafi rænt fjórum farþegaþotum og flokið þremur þeirra inn í byggingar - ekki satt?

Valgarður Guðjónsson - 13/09/11 08:39 #

Það skyldi þó ekki vera, "Ruglaður", að Goebbels hitti ykkur samsærarana frekar í hausinni.

Það voru allt aðrar ástæður notaðar í "Írak" og USA hefur (því miður) ekki þurft neinar afsakanir til að fara sínu fram.

Það truflar þig sem sagt ekkert að "pull (ekki-'it')" var greinileg tilraun til að blekkja áhorfendur. Flestir samsærarar viðurkenna þetta í dag, en hafa gripið í aðrar "sannanir". En þetta "pull" er gott dæmi um blekkingar. Og þeir sem blekkja eru ekki að reyna að komast að því hvað gerist. Þeir eru í áróðursstríði. Samanber áðurnefndan þjóðverja.

Það er verst að sama gildir um flestar "sannanirnar", þær standast ekki skoðun. En það eru alltaf einhverjir sem leita uppi nýjar og nýjar.

Vegna þess að þeir trúa fyrst, og leita svo að staðfestingu.

Bjarki - 13/09/11 12:05 #

„Vegna þess að þeir trúa fyrst, og leita svo að staðfestingu.“

Þetta er kjarninn í samsæristrúarbrögðunum og það sem skilur þau frá efahyggju. Pólitíska sannfæringin fyrir því að ekki sé allt með felldu varðandi „opinberar útskýringar“ á atburðarrásinni þennan dag kemur fyrst. Síðan er reynt að týna til rök sem staðfesta fyrirframgefnar hugmyndir og allt annað sem passar ekki við myndina er hundsað.

Matti - 14/09/11 09:14 #

Vesalingarnir á Kryppunni tjá sig um þessi skrif mín og athugasemd Bjarka. Eins og vanalega eru hugrenningar þeirra ekkert sérlega gáfulegar.

Bjarki - 14/09/11 14:38 #

„Heldur þetta lið að maður fæðist með “pólitíska” sannfæringu um 11. sept. og önnur samsæri? Vaknar maður bara svona á morgnanna...“

Nei. Ekki frekar en fólk fæðist kristið eða með trú á stjörnuspeki og spámiðla. Átrúnaður á samsæriskenningar er sama eðlis og þau fyrirbæri og er alveg örugglega ekki kominn til af efahyggju.

Matti - 14/09/11 14:45 #

Einmitt, fólk þarf að falla fyrir ansi stífum áróðri. Sá áróður getur virkað mjög sannfærandi, sérstaklega þegar verið er að fjalla um fyrirbæri sem flestir vita lítið um (hvenær urðum við öll sérfræðingar í burðarvirkjum stálgrindarháhýsa?).

9/11 samsæriskenningarfólk minnir mig afskaplega mikið á sköpunarsinna - ég hef eytt alltof miklum tíma í að rökræða við þessa hópa. Hjá báðum hópum byggir málflutningurinn nær eingöngu á þekkingarleysi (ég veit ekkert hvernig þetta virkar, þar af leiðandi hlýtur gvuð/samsæri að vera á bak við þetta). Settir eru fram fjölmargir punktar málinu til stuðnings og engu máli skiptir þó lang flestir séu skotnir niður, ef einhverjir standa eftir (bygging 7 - meintur skortur á steingervingum sem sýna breytingar frá einni tegund til annarar - nanó thermite - flagellum mótor) láta sköpunar/samsærissinnar eins og þeir hafi enn gott mál í höndum, þó þeir skilji ekki neitt í neinu!

Andmæli þeirra sem betur vita eru nær alltaf afgreidd með meintu samsæri vísindasamfélagsins gegn þeim sem eru nógu hugrakkir og opnir til að andmæla þeim kenningum sem viðurkenndar eru.

Síðar mætir þetta fólk aftur í umræðuna og virðist búið að gleyma öllu því sem áður hafði verið hrakið.

Eru 9/11 sköpunarsinnar ekki annars hættir að halda því fram að þetta hafi ekki verið farþegaþotur eða að stálgrindarhús hafi aldrei hrunið útaf bruna?

Þórður Ingvarsson - 14/09/11 16:41 #

Jæja, þráhyggjan hjá þessum vesælu greyjum er kominn aftur og athyglissýkin sömuleiðis. Nú ert það þú Matti (þó!) sem ert með þá á heilanum. Búast má því að önnur hver grein í dag og á morgun með titlinum "Matti Örviti Vantrú flefle blúblú hehehe". Innihaldið, einsog svo oft áður, mun ekki skipta neinu máli.

Merkilegt hvað þeir hafa mikið af nákvæmlega engu að segja.

Matti - 14/09/11 16:43 #

Já, þetta er stórkostlegur þankagangur hjá þeim.

  1. Þeir skrifa færslu um mig á síðuna sína
  2. Ég svara því með athugasemdum á minni síðu
  3. Ergó: ég er með þá á heilanum

Þetta hefur gerst trekk í trekk. Þessir náungar eru svo sannarlega sér á báti.

Matti - 15/09/11 08:48 #

Búast má því að önnur hver grein í dag og á morgun með titlinum "Matti Örviti Vantrú flefle blúblú hehehe"

Tvær greinar í viðbót komnar. Þær eru þá fimm síðasta sólarhring um mig og/eða Vantrú.

Þórður Ingvarsson - 15/09/11 11:46 #

Þetta er gasalegt mótvægi við hefðbundna fjölmiðla hjá þessum krossþroskaheftu þarmasugulegremburottum.