Örvitinn

Litla samhengið

Sigurður Sigurðarson 11:07 Svona er umræðan líka hjá þeirri velferðarstjórn sem nú segist vera að stýra landinu út úr kreppunni. Hún neitar að horfa á stóru málin, atvinnuleysið, fjármagnsskort fyrirtækja og veltuminnkun í þjóðfélaginu. Þess í stað er einblínt á debet og kredit í ríkisreikningnum ... Þvílík pólitík sem það nú er þegar þjóðinni blæðir. #

Hálftíma áður.

Sigurður Sigurðarson 10:25 Svo gerist það í sumar að hann lækkaði verðið á iPhone4 vegna þess að iPhone5 er á leiðinni. Ég lét því drauminn rætast og keypti mér þennan langþráða síma. Hvernig það var gert og hvert verðið var læt ég ekki uppiskátt, segi ekki annað en að verðið var vel fyrir neðan hundrað þúsund kallinn og íslensk stjórnvöld fóru á mis við vaskinn. #

Þetta er eiginlega dálítið ljóðrænt. Drullar yfir ríkisstjórnina fyrir að redda ekki málum og stærir sig um leið af því að svíkja undan skatti.

pólitík