Örvitinn

Afskriftir auðmanna og lýðskrum

Glæpsamlegar afskriftir banka á skuldum fyrirtækja auðmanna í dag snúast nær eingöngu um glæpsamleg lán til fyrirtækja og einstaklinga fyrir hrun. Ef ekki hefði verið lánað án (persónulegra) ábyrgða þyrftu bankar í dag ekki að semja og afskrifa heldur gætu gengið að eignum.

Það er því frekar bilað að tuða útaf bönkum í dag og halda því fram að þeir séu að dunda sér við að afskrifa skuldir auðmanna hægri og vinstri. Þeir geta ekki annað, bankarnir hafa ekkert val. Varla haldið þið að eigendur og stjórnendur bankanna séu ekki á fullu með herskara lögmanna að reyna að komast yfir eigur þessara manna.

Þetta er ekki ný umræða og mun væntanlega verða endurtekin í hvert skipti sem skuldir skúffufyrirtækja verða gerðar upp. Leiðari DV er ekkert annað en lýðskrum.

Fram skal koma að ég er víst gjörsamlega vanhæfur til að tjá mig um allt sem tengist bankamálum á Íslandi. Það breytir því ekki að hér er einungis um að ræða staðreyndir. Hlaupið endilega á eftir tilfinningum ykkar. Mér finnst þetta líka mjög skítt og myndi vilja hirða allar eigur Ólafs Ólafssonar - sem ég tel vera glæpamann.

pólitík
Athugasemdir

hildigunnur - 13/10/11 16:23 #

vá hvað ég er sammála! (og hef ég þó ekki verið dæmd vanhæf til að ræða um banka)

Matti - 13/10/11 19:44 #

Það er bara svo óskaplega þreytandi að hlusta á þetta stöðuga lýðskrum og allt brjálaða fólkið sem fellur fyrir því. Verið endilega brjáluð en reynið að vera brjáluð útaf einhverju sem er ekki skáldað.

mannimarxisti - 14/10/11 12:42 #

já og auðvitað GETA þeir ekki líka annað en að rukka almenning uppí topp, þeir bara GETA ekki annað. Þetta eru náttúrulögmál. Afskrifa hjá auðmönnum, arðræna almenning. Flott kerfi.

Matti - 14/10/11 12:54 #

Hvaða mál er það eiginlega að skrifa nafnlausa athugasemd um þetta mál og gefa upp falskt póstfang? Í alvöru talað!

já og auðvitað GETA þeir ekki líka annað en að rukka almenning uppí topp

Tja.

  1. Bankarnir hafa ekki rukkað almenning upp í topp. Allir bankar hafa boðið upp á úrræði fyrir skuldara. Þau eru vissulega misgóð. 110% leiðin er dæmi um að ekki sé verið að rukka fólk upp í topp. Auk þess hafa bankarnir boðið upp á sérúrræði.

  2. Lestu færsluna aftur. Bankarnir hafa ekkert val um að afskrifa hjá auðmönnum. Ekki frekar en þeir hafa val um að afskrifa hjá fólki sem fer í þrot. Ef þú telur bankana hafa val og að færsla mín sé röng er þér velkomið að færa fyrir því rök. Mættir jafnvel vera hugrakkur og gera það undir nafni.

Bankarnir eru vissulega ekki góðgerðarstofnanir, bönkunum þykir ekki vænt um fólk. Sumt fólk hefði átt að hafa það í huga þegar það tók lán.

Einar - 14/10/11 18:57 #

Sammála með lýðskrumið, Matti. Ekki búinn að lesa allan leiðarann en svona sér maður í fjölmiðlum á hverjum degi.

Sama má segja um hluta mótmælanna sem voru um daginn og þeir sem gengu hvað harðast fram þar. Td Útvarp Saga og áróðurinn sem þar var.

Og að sjá sjálfstæðismenn berja sér á brjóst og tala eins og þeir séu með allar lausnirnar og eigi að komast aftur til valda.

Algjör veruleikafirring.

Einar Jón - 19/10/11 09:52 #

Hluti af vandanum er umfjöllunin. Það var stanslaust hamrað á því að þessi og hinn útrásarvíkingur fái skuldir afskrifaðar, en ekki fyrirtæki í eigu þeirra. Dæmi (google hit #2 á "ólafur 64 milljarða"): http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/64-milljarda-afskrift-olafs-gerir-folk-a-islandi-brjalad-af-reidi---lifir-i-vellystingum-en-folk-skuldar

Þeir bara notfærðu sér það að kerfið var (og er ennþá) bilað. Það er ósköp lítið hægt að gera annað en að setja þá á svartan lista, lána þeim ekki krónu framar (bankar) og hætta að versla við þá (allir). En rót vandans er kennitöluflakkið. Það er fáránlegt að skuldir séu rígbundnar við kennitölu "ævilangt" (sem er stutt í tilviki fyrirtækja), og að eignir geti flakkað á milli kennitalna í eigu sama aðila - ætti ekki að vera a.m.k. tekinn erfðaskattur af þessu?

Matti - 27/10/11 11:11 #

Enn eitt staglið. Athugasemd Teits Atlasonar er (vonandi) ekki mjög vel ígrunduð.

Matti - 18/11/11 15:38 #

Áfram heldur DV. Skilja starfsmenn DV ekki málið eða vita þeir að svona lýðskrum er vinsælt?