Örvitinn

Eldfjall

Eldfjall er góð kvikmynd, vel leikin, falleg og sorgleg.

Eldfjall er eiginlega eins og ansi löng stuttmynd. Það hefði ekki þurft að klippa mikið til að gera hálftíma mynd. Mér fannst pláss fyrir meiri frásögn.

Það er óskaplega mikið reykt í myndinni, það var dálítið kjánalegt á köflum.

Ég er nokkuð viss um að dagmæður eru ekki með Hjallastefnu.

Er það skilyrði fyrir styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands að það sé a.m.k. einn karl á typpinu í bíómynd?

kvikmyndir