Örvitinn

Óskaplega heppin fíkniefnalögga

Hleypt út til að létta á sér og fann kannabis

Lögreglumenn frá Selfossi áttu leið um uppsveitir Árnessýslu í nótt og voru með fíkniefnahundinn Buster með sér. Þeir hleyptu hundinum út til að létta á sér. Um leið og hundurinn fór út úr lögreglubifreiðinni stefndi hann að nærliggjandi íbúðarhúsi og gaf sterka ábendingu að þar innandyra væru fíkniefni.

Sama frétt á Vísi.

Mér finnst frásögn lögreglunnar ekki mjög trúverðug. Auk þess blasir spurningin við: Er þetta löglegt? Hvernig stóð á því að lögreglumennirnir voru að rúnta um með fíkniefnahund? Hvert voru þeir að fara?

Ætli lögregluhundum verði sleppt lausum í höfuðborginni á næstunni? Ég sé fréttina fyrir mér:

Lögregluhundur slapp frá lögreglustöðinni við Hlemm fyrr í dag. Hundurinn var með gps búnað fastan við sig. Þegar hundurinn fannst skömmu síðar vildi svo skemmtilega til að hann hafði rambað á húsnæði við Hverfisgögu þar sem íbúar höfðu verið að neyta kannabisefna.

Þessu tengt:

eiturlyf
Athugasemdir

Gummi - 02/11/11 20:49 #

Það er alveg með ólíkindum hvað lögreglumenn á íslandi eru heppnir.

Það samt getur ekki verið að það megi láta hunda þefa af húsum fólks. Hvernig er það ekki brot á friðhelgi einkalífs?

Er það minna brot heldur en að kanna rafmagnsnotkun? Eða fljúga yfir með hitamyndavélar?