Örvitinn

Kristileg stjórnmálasamtök leggja mig í einelti

Kristilegu stjórnmálasamtökin nefna Vantrú tvisvar (a, b) í dag, en þess má geta að grein dagsins á Vantrú fjallar um einelti og trú. Ég ætlaði að skrifa athugasemd hjá Kristilegu stjórnmálasamtökunum en var búinn að gleyma því að ég er ritskoðaður á bloggsíðunni hans þeirra.

kristileg stjórnmalasamtök

Er það ekki klárt einelti af Kristilegum stjórnmálasamtökum að ritskoða mig svo gróflega? A.m.k. ef við styðjumst við hugmyndir þessara samtaka um einelti?

Í greininni sem Guðbjörg Snót skrifar í Morgunblaðið í dag og fasista Kristilegu samtökin eru svo hrifin af stendur:

Það er svo sem engin furða þótt sumir borgarfulltrúar skóla- og menningarráðs borgarinnar hafi ekki haft áhuga á að taka þátt í degi um einelti og hvetji til námskeiða um það efni, því að þeim veitti sjálfum ekki af að sækja slíkt námskeið. Þeir skildu þá kannski sjálfir hvað þeir eru að gera. Þær hreyfingar sem kalla sig Vantrú og Siðmennt hafa lagt þjóðkirkjuna í einelti í langan tíma og varla linnt látum í þeim efnum og kórónuðu það með ályktun fulltrúa þeirra og Margrétar Sverrisdóttur um samskipti kirkjunnar og skólanna nýlega.

Mér finnst alveg magnað þegar fólk sér einelti í gagnrýni Vantrúar í garð ríkiskirkjunnar. Það lýsir svo brenglaðri sýn á tilveruna. Músin hoppar á bakinu á fílnum og fólk hefur áhyggjur af því að fíllinn meiði sig.

Hættið að misnota hugtakið einelti, þó einhver gagnrýni ykkur er ekki þar með sagt að þið séuð fórnarlömb eineltis.

kristni
Athugasemdir

Jón Frímann - 09/11/11 20:04 #

Ég er alveg örugglega bannaður þarna líka. Enda búinn að vera mjög harðorður í garð Jóns Vals um þá tómu dellu sem frá honum kemur.

Jón Ferdínand - 14/11/11 13:22 #

Kallinn birtir aldrei neitt nema það sem rennir stoðum undir hans mál og punkta.

Hann var einu sinni með bloggfærslu vegna fréttar um líbískan gaur sem drap dætur sínar af því að þeim var nauðgað af hermönnum Gaddafis og talaði hann þar um illsku íslams og dásemd kristninnar bla bla bla.... Þegar ég svo benti honum á tilvitnun úr biblíunni sem fyrirskipar aftöku á konum sem ''láta'' nauðga sér hunsaði hann það og birti það ekki.

Merkilegt þetta. Alger ritskoðandi fasisti þar á ferð, enda rammkaþólskur.

Davíð - 18/11/11 10:43 #

Nei, það er ekki einelti.

Hinsvegar:

Myndin þín, timelapsið þitt sem var á síðunni um daginn, er greinilega meistaraverk:

http://www.engadget.com/2011/11/02/plex-hops-on-the-google-tv-train-finds-it-has-plenty-of-room-to/

Heimsfrægð eða dauði?

Freyr - 18/11/11 12:05 #

Þetta timelapse er eftir Joe Capra, ekki Matta.

Matti - 18/11/11 13:04 #

Auðvitað er þetta ekki einelti - og að sjálfsögðu er þetta timelapse ekki eftir mig :-)

Davíð - 18/11/11 13:23 #

Sorry, ég hélt að að við værumað eignast nýjan Kjarval.............:)

Góða helgi.

Davíð