Örvitinn

Trúfrelsislygi Bjarna Ben

Í setningarræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sagði formaðurinn og auðkýfingurinn úr Garðabæ meðal annars:

Trúfrelsið er misskilið. Sumir virðast halda að það snúist um að enginn megi hafa neina trú - og alveg sérstaklega ekki kristna. #

Hér er einfalt verkefni: Nefnið einn af þessum sumum sem virðast halda þetta. Bara einhvern. Hver í fjandanum hefur eiginlega tjáð sig opinberlega á Íslandi og sagt eitthvað í líkingu við það að enginn megi hafa neina trú? Bjarni Ben getur varla verið svo vitlaus að halda að gagnrýni á trúarbrögð og trúboð snúist um að banna fólki að hafa trú. Vill Bjarni Ben banna fólki að vera í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum?

Æi, hvernig læt ég. Stjórnmálamenn mega ljúga. Davíð segir það.

kristni pólitík
Athugasemdir

Einar - 18/11/11 15:47 #

Maðurinn reynir allt til að halda formannsstarfinu. Setur á svið leikrit þar sem hann "beygir af" eða þykist gera það... segist styðja Geir og var það ekki Davíð líka.. með grátstafinn í kverkunum.

Það var aumkunarvert að horfa upp á þetta.