Örvitinn

Grein formanns siðanefndar

Viljið þið, sem hafið haft hátt um Vantrú og siðanefnd Háskóla Íslands, vera svo væn að lesa grein Þórðar Harðarson formanns siðanefndar. Aðrir mega gjarnan lesa líka.

Fólk má alveg halda áfram að vera á þeirri skoðun að ég sé siðlaust skítmenni sem dunda mér við að leggja saklaust fólk í einelti*, ég get í raun ekkert gert í því annað en að reyna að leiðrétta rangfærslur. Það er samt æskilegt að fólk hafi örlítið fyrir því að kynna sér allar hliðar málsins. Grein Þórðar Harðarsonar sýnir rækilega að ásakanir í garð hans og annarra meðlima siðanefndar eiga ekki við rök að styðjast. Athugið að grein Þórðar er ekki skrifuð sem vörn fyrir Vantrú og í henni kemur fram gagnrýni á félagið.

* Ég er eiginilega orðinn frekar vanur svona hatursáróðri. Þetta dynur á mér með reglulegu millibili. Það eina sem ég er svekktur með í þessu tilviki er að fullt af fólki sem ekkert hefur gert af sér (nb. ég gerði ekki heldur neitt af mér) lendir í þessum stormi - og að hatursáróðurinn á upphaf sitt í glórulausri fréttaskýringu frá blaðamanni Morgunblaðsins sem ég kannast við.

vísanir
Athugasemdir

Carlos - 08/12/11 14:18 #

Takk fyrir vísunina og ein athugasemd, vel meint og uppbyggilega (frá einum ræðumanni til annars)

Ekki afsaka þig og ekki draga úr eigin persónu. Það dregur bara úr vægi þess sem þú ætlar að koma til skila.

Matti - 08/12/11 17:49 #

Já, þetta var frekar vonleysislegt :-)

Tryggvi R. Jónsson - 08/12/11 19:48 #

Las þessa greinargerð ÞH einmitt í flugi í morgun. Eftir lesturinn myndi ég treysta þessum manni til að taka á svona málum.

Matti - 08/12/11 20:33 #

Ég held að þetta sé maður sem hægt er að treysta og mér finnst árásir Bjarna Randvers og stuðningsmanna hans á Þórð Harðarson vera þeim til ævarandi skammar.

Það er áhugavert að sjá hvað sumir sem hafa gagnrýnt Vantrú og/eða siðanefnd harkalega hafa lítinn áhuga á þessari grein. Þórhallur Heimisson, Brynjólfur Ólason, Guðmundur Andri Thorson og fjöldi moggabloggara sem hefur haft stórkarlalegar yfirlýsingar um málið lætur eins og grein Þórðar sé ekki til. Ekki benda þeir fólki á hana.

Þetta er vandinn við netumræðuna, fólk vísar á því sem það líkar við en lætur eins og hitt sé ekki til. Þannig að það er ekki nóg með að fólk myndi sér sjálft skoðun út frá villandi gögnum, heldur smitar það út frá sér. Villandi skoðanir grassera ef þær eru bara nógu "heitar" en óspennandi leiðréttingar fá minni athygli. Þetta minnir mig dálítið á tónlistarforritið sem ráðleggja þér með tónlist út frá því sem þú hefur hlustað á - sem með lélegri útfærslu valda því að þú hlustar bara á eina tegund af tónlist.

Þannig getur fólki liðið vel með skoðunum sínum.

Já, ég og fleiri þurfum að passa okkur á þessi. Það er fátt erfiðara fyrir mannskepnuna en að segja: "ég hafði rangt fyrir mér".

Matti - 08/12/11 21:34 #

Það er afar áhugavert að fylgjast með því hvað Harpa Hreinsdóttir fær mikið "kikk" út úr þessu máli.

Matti - 09/12/11 10:20 #

Pétur Pétursson svarar í Morgunblaðinu í dag. Ég mun vísa á grein hans um leið og hún birtist á netinu. Gerði smá athugasemd við mál hans á Vantrú.

Steindór J. Erlingsson - 09/12/11 12:26 #

Í grein Péturs birtist bréf sem hann sendi formanni Vantrúar:

"Sæll Reynir.
Ég hef rætt við Bjarna Randver um erindi bréfs þíns frá 4. febrúar og við höfum farið yfir það efni sem þú tiltekur. Niðurstaða mín er þessi: Tekið verður mið af athugasemdum félagsins Vantrúar við einstaka glærur og kynningu á því ef námskeiðið verður kennt aftur. Um þetta erum við Bjarni Randver sammála. Ég vil einnig taka það fram að hann nýtur fulls trausts míns sem kennari í trúarbragðafræði.
Með góðri kveðju Pétur Pétursson"

Hér virðast Bjarni og Pétur samþykkja að einhver innistæða sé fyrir kærunni ykkar.

Matti - 09/12/11 15:37 #

Já, ég á erfitt með að skilja þetta á annan hátt.