Örvitinn

Baráttan við heimsdrottna myrkursins

Séð á galopnum Facebook vegg hjá manneskju í Hvítasunnusöfnuði.

Heimsdrottnar myrkursins

Einn þriggja sem gera like við færsluna er stjórnlagaþingsfulltrúinn Dögg Harðardóttir.

Það er lenska hjá einhverjum trúmönnum að tala um gagnrýni sem hatur. Sambærilegt við einelti hjá sumum ríkiskirkjuprestum.

Best að taka fram að ég hata þetta fólk ekki - hvorki þjóðkirkjufólk eða það sem er í Hvítasunnukirkjunni.

aðdáendur
Athugasemdir

Henrý Þór - 11/12/11 15:45 #

Þú blómstrar alveg í mótlætinu. Storminn eftir Kastljósið og Moggagreinina að lægja, og þú skrifar og skrifar til að halda í þessu lífi.

M.a.s. farinn að nota leitarmöguleika Facebook til að finna public posts um þetta. Meira svona, kannski tvittaði einhver um þetta?

Hvað er betra til að bera af sér ásakanir manns með ofsóknaræði en að sýna ofsóknaræði? :)

Matti - 11/12/11 15:48 #

Næstum því ein grein á dag á blogginu mínu síðustu viku. Ég er augljóslega alveg að missa mig! Í gær birtist grein í sunnudagsmogganum og í kjölfarið skrifaði ég bloggfærslu sem tengist þeirri grein.

Ég notaði ekki leitarmöguleika á Facebook heldur smellti á andlit þessarar manneskju á öðrum vegg, þar sem hún tjáði sig um málið.

Hvaða ofsóknaræði? Í hverju felst það? Er ekki verið að skrifa um okkur í Vantrú þarna? Er eitthvað óeðlilegt við að ég hafi áhuga á því hvernig fjallað er um mig/okkur þessa dagana?

Þórður Ingvarsson - 11/12/11 16:05 #

Það eru einhverjir að tapa sér í dramatíkinni, og það er ekki Vantrú. "Heimsdrottna myrkursins"?! Sumir eru svo... tja... ímyndunarveikir.

Þórður Magnússon - 11/12/11 16:10 #

Er Henrý Þór copy/paste myndlistarmaðurinn með bitru samtalsblöðrurnar? Kæmi ekki á óvart miðað við innleggið við þessa færslu; alltaf jafn innihaldsrýr greyið.

Annars er þetta merkilegt. Nú er ég ekki á meðal félagsmanna Vantrúar en skráði mig í Ásatrú vegna þess skattalega misræmis sem gætir, þ.e. að trúlausir greiða hærra skatta en trúaðir.

Hins vegar hef ég orðið var við umræðuna um Vantrú á vinnustað mínum að undanförnu.

Ég viðurkenni að hafa fylgst nokkuð vel með því sem Vantrúarmenn hafa látið frá sér fara undanfarin fáein ár.

Umræðan um félagið er á ótrúlegum villigötum. Fólk sem aldrei hefur farið inn á vefsvæði félagsins, átt í nokkrum rökræðum við félagsmenn eða kann á þeim deili yfirleitt virðist líta svo á að þarna sé um að ræða herskáa oftækismenn.

Nú veit ég að þú Matthías ert ekki formaður í félaginu, en þarf ekki einhvers konar ímyndarherferð til að snúa við þessu mjög slæma almenningsáliti?

Matti - 11/12/11 16:17 #

Ég held það sé ekki hægt að snúa þessu við á næstunni. Það sem við getum gert er að setja fram okkar hlið á málinu. Vonandi fáum við tækifæri til þess í Morgunblaðinu næstu helgi. Svo er spurning hvort við fáum eitthvað að tjá okkur í Kastljósi.

Ímyndarherferð Vantrúar ætti að felast í einum skilaboðum: Skoðið það sem við skrifum og gerum. Fólk hefur flest ósköp lítinn áhuga á því.

Hjalti Rúnar - 11/12/11 17:22 #

Mér finnst fyndið að manneskjan skilji ekki hvernig í ósköpunum við gátum talað um "heilagt stríð".

Henrý Þór - 11/12/11 17:39 #

Matti: Besta tilvitnunin í öllu þessu frá formanni Siðanefndar: „Allir sjá að Bjarni hefur ýmsar málsbætur, til dæmis vegna þess ofurkapps sem Vantrúarmenn hafa lagt á að sækja að honum eftir að málið hófst. Þeir hafa þannig í raun að hluta gengið inn í þá mynd sem Bjarni gefur af þeim í kennslu sinni.

Hvernig eigið þið að snúa þessu við og laga ímyndina? T.d. með því að hætta þessu væli um hatursáróður. Ég á ansi bágt með að trúa að Guðmundur Andri Thorsson hati trúleysingja, þó hann hafi þurft að skila dálki og gagnrýndi Vantrú sem var í umræðunni þá vikuna. Það er ekkert að því að vera yfirvegaðri aðilinn í svona rugli. Það er ekkert að því að taka gagnrýni af yfirveguðum hætti. Eða jafnvel að virða hana alveg að vettugi þegar hún er kjánalega framsett (eh, Þórður Magnússon?)

Þetta er ekki box.

Matti - 11/12/11 18:05 #

Ég er ekki sammála þessu í skrifum formanns siðanefndar. Hvernig höfum við "sótt að" Bjarna? Þessi tilvitnun byggir einungis á orðum Bjarna sjálfs, orðum sem meðal annars byggja á því sem ég bloggaði um í gær. Finnst þér færslurnar sem ég vísaði á í gær vera merki um aðför að manninum? Hvað ef ég segi þér að þær eru flestar skrifaðar eftir að í ljós kom að hann var með afrit af trúnaðarsamtölum og var að dreifa rangtúlkunum á þeim út um allt.

Guðmundur Andri byggir pistil sinn á grein Morgunblaðsins. Sú grein var einhliða og villandi. Grein Guðmundar Andar var langt frá því að vera sangjörn eða málefnaleg.

Það er ekkert að því að vera yfirvegaðri aðilinn í svona rugli.

Auðvelt að segja þegar maður stendur fyrir utan ruglið Henrý Þór. Þetta leggst afar þungt á markt fólk. Þér finnst þetta sennilega léttvægt, en margir sem fyrir þessu hafa orðið taka þetta nærri sér. Við í Vantrú höfum einmitt verið yfirveguð síðustu viku. Hef ég veri að ganga af göflum? Hvað er ertu eiginlega að vísa í?

Og ég tala bara víst um hatursáróður þegar málið lítur þannig út. Umræðan sem ég hef séð um þetta mál er að stórum hluta afskaplega hatrömm.

Henrý Þór - 11/12/11 18:21 #

Ekki ætla ég þá að vera að bæta í, ef þetta er farið að fá á fólk. Gangi ykkur vel í þessu.

Einar Jón - 13/12/11 10:19 #

Þessu tengt (a.m.k. kirkjueineltið): https://www.facebook.com/pages/F%C3%A9lag-Sj%C3%A1lfst%C3%A6%C3%B0ismanna-%C3%AD-Grafarvogi/180290793613 Nennir einhver ykkar að mæta á fundinn og hía á þá?

Matti - 13/12/11 12:30 #

Ef ég væri ekki í próflestri myndi ég mæta á þennan fund. Spyr á móti: Er samstarf Sjálfstæðisflokksins og skóla hættulegt börnum?