Örvitinn

Langlundargeð

Af einhverjum ástæðum virðast margir halda að það séu engin takmörk fyrir því hvað þeir geta sagt um mig á netinu. Það er náttúrulega sjálfum mér að kenna, ég hef látið afskaplega mikið yfir mig ganga og haldið mig við að andmæla í athugasemdum eða hér á blogginu mínu.

Af hverju ætti ég að láta það yfir mig ganga? Er það virkilega það eina í stöðunni? Kemur ekki að því einn daginn að einhver gengur of langt?

dylgjublogg
Athugasemdir

Sveinbjörn B. Sveinsson - 23/12/11 00:38 #

*náttúrlega.

Friðrik Smári Sigmundsson - 23/12/11 14:18 #

Hvort er rétt? Var þetta leiðrönging?

Sveinn - 23/12/11 14:21 #

Ég nota þetta orð mjög mikið bæði í töluðu máli og rituðu, og alltaf skrifað "náttúrulega" - ég þarf greinilega að fara að vanda mig. Ég þakka leiðréttinguna (en ætla að fletta upp í orðabók sjálfur til öryggis)!