Örvitinn

"Júðar", Vantrú og Kryppa

Það eru liðnar tæpar fjórar 16 klukkustundir síðan Skúli Jakobsson setti þessa athugasemd á Kryppuna. Birst hafa tvær nokkrar færslur síðan þannig að aðstandendur síðunnar, Þórður Halldórsson (Gullvagninn) og Björn Heiðdal, eru á vaktinni.

Skúli er "áhugaverður".

Athugasemd á Kryppa.com

ps. Þið fyrirgefið mér vonandi fyrir að vísa ekki neitt á þessari síðu. Þið getið slegid inn slóðina efst á skjámyndinni ef ykkur dauðlangar að sjá þetta á síðunni þeirra.

samsæriskenningar
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 28/12/11 14:02 #

Bíddu, hvort erum við gyðingar eða gyðingahatarar? Ég er orðinn ruglaður í þessu.

Hver er þessi "júðakella" annars? Eygló? Gyða? Stína?

Matti - 28/12/11 14:05 #

Ætli það sé ekki Hope og maðurinn að rugla saman Vantrú og Siðmennt.

Birgir Baldursson - 28/12/11 14:06 #

Mér sýnist þetta reyndar sanna mál Bjarna Randvers - við erum vatn á myllu gyðingahaturs, með þessum hætti. Bjarni Randver er greinilega snillingur.

Matti - 28/12/11 14:11 #

Já, gyðingahatarar hata okkur. Við erum því vatn á myllu þeirra!

Birgir Baldursson - 28/12/11 14:30 #

Einmitt. Og vandinn við gyðinga er líka sá að þeir eru vatn á myllu gyðingahaturs.

Matti - 28/12/11 14:51 #

Þú segir nokkuð.

Arnar Magnússon - 28/12/11 20:24 #

Könnun þeirra er líka sorgleg.

Matti - 28/12/11 20:46 #

Ég fjarlægði athugasemd sem var skrifuð undir dulnefni.

Þakka leiðréttingar, hef lagfært færsluna, bæði nafn Skúla og tímasetningu athugasemdar hans, hún hafði staðið töluvert lengur á vefnum en ég hélt. Ég geri stundum mistök og þá er fínt að fá ábendingar um það.

Viðkomandi aðila er velkomið að setja athugasemdina inn aftur í sínu nafni.

Auðvitað hefðu Þórður og Björn kryppugaurar annað hvort átt að svara þessari athugasemd Skúla eða fjarlægja. Það að láta þetta standa gagnrýnislaust er afar gagnrýnivert en segir svosem ýmislegt um þá félaga.

ps. Nei, ég hætti ekki að blogga.

Matti - 29/12/11 00:46 #

Það er eiginlega alveg óhugnalega fyndið að lesa skrif kryppumanna um Overton gluggan (sjá grein á Vantrú) eins og þar sér eitthvað agalegt fyrirbæri á ferð:

Nú þekkir þjóðin Vantrú og vantrúarmenn og skilur betur þá heift og ljóta orðfæri sem meðlimirnir beita með útreiknuðum hætti til að mjaka sinni sýn inn í umræðuna með vísindalegri aðferð, sem nefnist Overton glugginn, og felst í því að fórna peði fyrir málstaðinn, það er að segja, þeim er sama þó þeir séu úthrópaðir sem öfgamenn og vitgrannar væluskjóður, bara ef það mjakar Overton glugganum til, þannig að það sem áður þóttu öfgar og væl þyki nú málefnalegt og við hæfi í samanburði við síðustu “umræður” safnaðarmeðlimanna.

Þegar fólk skilur Overton gluggann og markmið öfgamannanna, þá fer það líka að skilja málflutning safnaðarmanna, yfirgang, frekju og dónaskap.

...og lesa svo þetta í annarri grein, sem Þórður gullvagn vísar á í athugasemd til að réttlæta athugasemd Skúla:

Við á Kryppunni reynum að skrifa alltaf á jaðrinum, öfgafullt, stundum ýkt, stundum yfir strikinu. Ef við færum að ritskoða okkur og renna öllu undir stranga ritstjórn pólitískrar rétthugsunar, vera alltaf virðuleg og alltaf í samhljóm með einhverjum kór, þá getum við alveg eins sleppt þessu og bara lesið úr Fréttablaðinu uppi á sápukassa fyrir utan Bónus. Kannski myndi fólk jafnvel fleygja hundraðköllum í hatt handa okkur fyrir það. Í stað þess að kalla okkur öllum illum nöfnum.

En það er ekki það sem Ísland þarf á að halda. Við þurfum að þrýsta á jaðarinn. Stjórnmálaelítan vill loka vestrænum samfélögum, setja forvirkar rannsóknarheimildir, þröng ritskoðunarlög, framfylgja pólitískri rétthugsun. Þá þarf almenningur að rísa upp úr sófum sínum og hnykla slappa málfrelsisvöðva og þjálfa þá upp.

Það er einmitt með því að ræða það sem ekki má nefna sem við þrýstum á jaðarinn.

Þórður og Björn skilja ekki neitt. Þeir eru alveg tómir í hausnum.

Birgir Baldursson - 29/12/11 00:59 #

Eru þeir ekki bara að trolla? Og hlæja svo stórum í hvert sinn sem einhver bregst við sjúklegum skrifum þeirra og er þar með veiddur í trollið.

Matti - 29/12/11 01:01 #

Þetta er orðið alltof langt leikrit til þess. Auk þess segja heimildarmenn mínir að Þórði og Birni sé full alvara með þessu öllu saman. Þeir trúa því í raun að bóluefni séu eitur, að flugvélarákir séu eitur og svo framvegis.

Valgarður Guðjónsson - 29/12/11 10:26 #

Eiginlega hvort sem er - þá borgar sig ekki að veita þeim athygli.

Matti - 29/12/11 10:27 #

Já það er satt, viðbrögð þeirra voru fyrirsjáanleg.

Matti - 29/12/11 20:40 #

Fjarlægði tvær athugasemdir magusar nafnlausa.

Hann spurði hvað væri svona slæmt við dulnefni. Í sjálfu sér þarf ekkert að vera slæmt við dulnefni á netinu - eins og hann bendir á eru dæmi um að meðlimir Vantrúar vilji ekki að það komi fram að þeir eru í félaginu.

Á þessari síðu nenni ég ekki að ræða við nafnleysingja sem tengjast Kryppunni. Ef Þórður, Björn eða stuðningsmenn þeirra vilja tjá sig hér undir réttu nafni er það alveg sjálfsagt mál.

Ritstjórnarstefna bloggsíðu minnar fer algjörlega eftir hentisemi minni og stemmingu hvern dag. Þannig er ekkert mál þó einhverjir nafnleysingjar atist í mér eða gagnrýni málefnalega en þegar nafnleysingjarnir dylgja um mig, ljúga jafnvel um mig á öðrum síðum, þá nenni ég ekki að ræða við þá.