Örvitinn

Hallur Hallsson ranghvolfir augum

Horfið á þetta til enda, tekur bara sjö mínútur. Snúið augunum svo þrjá hringi réttsælis og þrjá hringi rangsælis.

Orðabók efahyggjunnar er með færslu um Emotional Freedom Techniques. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega glórulaust kjaftæði frekar vafasamt allt saman og stenst ekki nánari skoðun.

önnur hindurvitni
Athugasemdir

Halli - 29/12/11 20:09 #

Ég entist í 25 sek., þá var ég búinn að hoppa yfir allt myndbandið í 6 stökkum. Um hvað fjallar þetta, í einni setningu?

Matti - 29/12/11 20:38 #

Austurlenska speki, orkupunkta, að elska sjálfan sig og snúa augunum til hægri og vinstri.

Óli Gneisti - 29/12/11 20:47 #

Ég var að vona að þetta væri um Keikó.

Matti - 29/12/11 20:48 #

Einhvern veginn þurfti Hallur að komast yfir Keikó.

Arnold - 29/12/11 21:55 #

"Besta sem komið hefur fyrir mannkyn í 2000 ár" Þetta er þá næst best á eftir Jesú væntanlega. Magnað :)

Fyrir þá sem ekki nenna að horfa á allt þá byrjar stuðið fyrir alvöru þegar 4:28 eru liðnar.

Arnold - 29/12/11 21:57 #

Þulan er afmælissöngurinn :) Þetta er úrvals skemmtiefni :)

Einar - 30/12/11 14:06 #

Núnú. Hallur er einn af þessum. :)

Þá er nú ekki skrítið að lesa þessa árás hans gegn Vantrú í morgunblaðinu um daginn.

Þetta er nú einmitt eitt af því sem Vantrú gagnrýnir og það vill oft fara illa í þá sem svona stunda.

Matti - 30/12/11 14:08 #

Já, þessi hópur er stundum miklu heiftúðlegri gegn Vantrú en margir trúmenn. Uppákoman með Gylfa/Sála er ágætt dæmi um það.

Björn I - 30/12/11 16:46 #

Nú var þessi maður áberandi í þjóðfélagsumræðunni á sínum tíma. Hann er í dag einn þriggja æðstupresta á hægristöðinni ÍNN þar sem hann blastar sínum boðskap án afláts og nokkurra andmæla.

Hvaða áhrif hefur þessi maður haft á núverandi samfélagsgerð?

Annars gekkst þú of langt á sínum tíma gagnvart þessum Gylfa að mínu mati, en það er svosem ekkert sem er úr takti við þinn karakter ef út í það er farið :)

Matti - 30/12/11 20:48 #

Ég get vel skilið að mörugm hafi þótt ég ganga of lant gegn Gylfa, ég viðurkenni að hafa verið á mörkunum! Það sem ég var að vísa í með Gylfa/Sála átti sér reyndar stað fyrir það, en Sáli þessi var stundum afar "harður" andstæðingur Vantrúar á moggablogginu. Ég vissi þá ekki að hann og Gylfi væru sami aðili.

Einar - 31/12/11 15:04 #

Þú hefur fullan rétt á því að versla ekki við fyrirtæki ef þér blöskrar málflutningur eiganda þess. Einnig er ekkert að því að segja frá því að bloggvef þínum.

Viðbrögð Gylfa eru í besta falli barnaleg og það sem komið hefur frá honum eftir þetta hefur orðið til þess að ég myndi ekki versla við þennan mann og fyrirtæki hans þótt hann gæfi þær vörur sem hann hefur til sölu.