Örvitinn

Reiði

Ég spilaði tölvuleikinn Rage á PS3 í nokkra klukkutíma seinnipartinn í gær. Skemmti mér óskaplega vel. Hef spilað dálítið áður og er kominn þokkalega inn í leikinn. Tölvuleikir geta verið góð skemmtun en eru um leið tímaþjófur. Ég þarf að spila dálítið í þessari viku, í næstu viku byrjar skólinn og minni tími verður fyrir tölvuleikjahangs.

ReiðiGrein dagsins á Vantrú fjallar einmitt um reiði. Réttara sagt, um þá undarlegu áráttu sumra trúmanna að saka trúleysingja sífellt um reiði. Vissulega erum við stundum reið, t.d. þegar prestar troða sér í leikskóla barna okkar eða þegar háskólakennarar segja að málflutningur okkar sé vatn á myllu haturshreyfinga (sem á miklu frekar við um málflutning þeirra sjálfra, sjáið hvernig "vinir" þeirra tala) , en oftast erum við bara að rökræða og þá er dálítið pirrandi að vera sífellt sakaður um froðufellandi bræði. Svo pirrandi að maður verður hugsanlega að lokum... froðufellandi brjálaður!

Séra Þórhallur lokaði einmitt fyrir athugasemdir mínar fyrir engar sakir á sínum tíma. Væntanlega var ég of reiður að hans mati.

tölvuleikir vísanir
Athugasemdir

walter - 02/01/12 12:09 #

Ég hló mun meira að (reiði)greininni á Vantrú en Skaupinu og þó var það nokkuð fyndið.

Það er eiginlega sorglegt að prestar reyni ekki meira að klóra í bakkann og svara betur fyrir sig. Þeir halda bara áfram að grafa og grafa sig dýpra niður..

Matti - 02/01/12 14:08 #

Þetta eru bara fordómar í Þórhalli. Hann hefur lengi átt dálítið erfitt með að eiga í samskiptum við þá sem andmæla honum. Svosem skiljanlega, það getur verið voðalega leiðinlegt þegar fólk er ekki sammála því sem maður segir eða skrifar.

Matti - 02/01/12 20:29 #

Það er nú gott að sjá að þið breytist ekkert blessaðir, sama hvað á dynur. Gleðilegt nýtt ár kæru vantrúarmenn.

Skrifar séra Þórhallur í athugasemd við málefnalega grein og hófstilltar umræður.

Vantrú "breytist ekkert".

Vantrú er því og hefur verið málefnalegt og hófstillt félag.

Freyr - 03/01/12 11:50 #

það getur verið voðalega leiðinlegt þegar fólk er ekki sammála því sem maður segir

Mikil sannindi í þessari setningu, en ég held að þetta sé enn verr fyrir presta. Þeir hafa nánast alltaf í gegnum tíðina verið að mestu leyti ógagnrýndir, eins og þeir hafi fengið frían passa. Nútíma upplýsingaflæði hentar illa þessa starfstétt held ég.

Hjalti Rúnar - 07/01/12 02:29 #

Ég held að þetta sé hárrétt hjá þér Freyr. Áður fyrr var beinlínis bannað með lögum að vera ósammála presti, í ~150 ár hefur fólk að mestu mátt vera ósammála þeim (sumir hafa fengið á sig dóm fyrir það). En mestan þann tíma hefur það líka verið ótrúlega illa séð að vera ósammála presti.

Ástæðan fyrir þessum bönnum (hvort sem þau eru lagaleg eða félagsleg) er augljós, kristni er rugl.

spritti - 08/01/12 05:18 #

Vertu brjálaður.

Einar - 10/01/12 14:39 #

Virðist vera mikil reiði þessa dagana.

En hún er ekki hjá félagsmönnum Vantrúar. Sú reiði kraumar annarstaðar.