Örvitinn

Krefst sannleikur valdbeitingar?

‎Vandamálið með vantrú er að þeir vilja hafa einkarétt á sannleikanum og átta sig ekki á því að lýðræðissamfélagi er ekki til nein leið til að skera úr um réttmæti skoðana sem felur ekki í sér valdbeitingu. #

Sá sem heldur því fram að hann hafi rétt fyrir sér og um leið óhjákvæmilega að einhverjir aðrir hafi rangt fyrir sér (nema um sé að ræða svo augljósa staðreynd að enginn efast um hana), hefur víst enga aðra leið til að sannfæra fólk um málstað sinn en valdbeitingu.

Þessu hefur Guðjón reyndar haldið fram áður í rökræðum á Vantrú. Honum tókst ekki að sannfæra fólk um þetta þá!

Ég þarf varla að taka fram að þetta er grundvallarmisskilningur hjá Guðjóni. Reyndar líta sumir trúmenn á rökræður sem valdbeitingu. Það er að mínu mati misnotkun á tungumálinu.

efahyggja