Örvitinn

Kristna arfleifðin

Í grunnskólalögum frá 2008 stendur:

Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar...

Eins og bent er á í grein á Vantrú í dag eru fordómar gegn samkynhneigðum hluti af kristinni arfleifð íslenskrar menningar.

Það er skiljanlegt að foreldrar verði ósáttir þegar í ljós kemur að kennari hefur viðhaft fordómafull ummæli um samkynhneigða. Um leið er ljóst að kennarinn er einfaldlega að lýsa viðhorfum sem fram koma í trúarbrögðum sem hann aðhyllist. Trúarbrögðum sem eru sérstaklega styrkt af ríkinu hér á landi.

Mér þykir alveg jafn slæmt að grunnskólakennarinn sé sköpunarsinni.

kristni vísanir