Örvitinn

Jákvætt og mannbætandi afl

Presturinn og biskupsframbjóðandinn Þórhallur Heimisson skrifaði grein í Morgunblaðið í dag. Sagði meðal annars:

Með því að leggja áherslu á hið jákvæða og mannbætandi afl sem öll trúarbrögð sækja kraft sinn til geta trúaðir einstaklingar lagt sitt af mörkum til að eyða fordómum, bæta samskipti milli þjóða, menningarheima og þjóðarbrota og þannig unnið mannkyni ómetanlegt starf á þeim umbrota- og óvissutímum sem nú ríkja.

Hvað er þetta "jákvæða og mannbætandi afl sem öll trúarbrögð sækja kraft sinn til"? Hefur það hingað til gert eitthvað til að bæta samskipti milli þjóða, menningarheima og þjóðarbrota?

Má ekki færa rök fyrir hinu gagnstæða - að ef öll trúarbrögð sækja kraft í eitthvað eitt tiltekið afl - þá hafi það hingað til ekki beinlínis bætt samskipti milli þjóða, menningarheima og þjóðarbrota?

efahyggja