Örvitinn

Óheiðarleiki virkar

Lexía dagsins: Óheiðarleiki virkar. Sáttfýsi og eftirgjöf virka ekki. Ljúgið, stelið, skrumskælið, þrýstið á, blekkið, notið sambönd, ráðið rándýra lögmenn, segið hálfsannleik, dreifið ósannindum, dreifið rógi og gerið allt til að koma í veg fyrir vinnufrið. Það skilar árangri. Ekki gefa eftir, ekki bakka, ekki reyna að ljúka málum og alls ekki leita réttar ykkar. Það skilar engu. Minna en engu.

Þá er spurningin bara hvort fólk er ánægt með sig, verandi óheiðarlegt og ómerkilegt. Gallinn er að sumir telja að trú jafngildi heiðarleika.

Annað sem ég hef lært. Aldrei samþykkja neitt sem skiptir máli nema hafa það skriflegt, jafnvel þó fólk í virðulegum embættum gefi loforð eru þau einskis virði nema þau séu til á blaði.

dylgjublogg
Athugasemdir

Matti - 16/02/12 13:01 #

Örðug verður úrlausn hér,
illa stend að vígi.
Hálfsannleikur oftast er
óhrekjandi lygi.

Stephan G. Stephansson, erindi úr ljóðinu Eftirköst.