Örvitinn

Námundað í Bónus

Ef kassi með 100 tepokum kostar 398 krónur þá kostar hver tepoki að sjálfsögðu...

pakki af earl grey te

Þrjár krónur!

Svona var þetta við flestar vörur í te-hillunni, námundað niður og yfirleitt munaði hlutfallslega miklu á raunverulegu stykkjaverði og því sem stóð á hillunni.

Ýmislegt
Athugasemdir

Kristinn - 21/02/12 10:19 #

Ekki það að ég sé sérfræðingur í "pricer-um" en yfirleitt skil ég þetta sem svo að litlu tölurnar í hægra horninu séu gamla verðið t.d. ef varan er á afslætti.

Allavega ætti það ekki að vera algilt að þetta sé stykkjaverðið, nema þetta sé sérstaklega merkt sem slíkt.

Sigurlaug Hauksdóttir - 21/02/12 11:48 #

Það er ekkert "námundað" í Bónus... allt fyrir aftan kommu er einfaldlega klippt af þegar deilt er upp í með stk. Og þá lendir maður nær alltaf (vegna þess að flest verð enda á 98) í afar villandi stykkjaverði á vöru sem kostar bara örfáar krónur eins og í þessu tilviki. Þ.e. stykkjaverð gefið upp sem er 25% lægra en í raunveruleikanum.

Matti - 21/02/12 11:52 #

Ég geri mér grein fyrir því, var bara að vekja athygli á því hvað þetta er villandi og hvað þessi endalausa xx98.- og xx99.- króna verðlagning er líka villandi.

Kristinn, þetta er stykkjaverðið. Á stökum vörum er þetta svo yfirleitt alltaf verð á þyngd eða rúmmáli.