Örvitinn

Ríkiskirkjan áfram í stjórnarskrá

Það er ekki fréttnæmt að kirkjuráð vilji ríkiskirkjuna áfram í stjórnarskrá.

Kirkjuráð hefur sent öllum alþingismönnum og fulltrúum í stjórnlagaráði áskorun kirkjuþings þess efnis að ákvæði um þjóðkirkju verði áfram í stjórnarskrá.

Að sjálfsögðu verður ekki ríkiskirkjuákvæði í stjórnarskrá Ísland í framtíðinni. Hugmyndin er galin og hefur alltaf verið galin. Samt mun ríkiskirkjufólk senda erindi og pressa á þingmenn og því miður munu einhverjir þurfa að taka að sér að benda á hvað þetta er vitlaus hugmynd. Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið munu styðja kirkjuna sem segir okkur í raun allt, er það ekki? Það er jafn gáfulegt að hafa ríkiskirkjuna í stjórnarskránni og að hafa Sjálfstæðisflokkinn þar. Það er fasistabragur af báðu.

Eins og oft hefur verið bent á, þá höndlar ríkiskirkjan ekki að hafa frumkvæði að framfaramálum, hún reynir að tefja, setja málin í umræðu og sakar andstæðinga um öfgar þegar þeir benda á andstöðu fulltrúa drottins. Svo kemur kirkjan eftir að öllu er lokið, sópar mótbárunum undir teppið og setur upp sparibrosið um leið og hún lýgur því að hún hafi alltaf stutt niðurstöðuna sem hún barðist gegn.

Þannig að þegar búið verður að fjarlægja ríkiskirkjuna úr stjórnarskrá, eins og meirihluti þjóðarinnar vill, mun ríkiskirkjufólk stæra sig af því að hafa alltaf viljað fullkomið jafnrétti og trúfrelsi á Íslandi.

Ég nenni þessari umræðu ekki en neyðist eflaust til að tuða um þetta næstu vikur.

kristni pólitík
Athugasemdir

Maggi - 02/03/12 15:56 #

Ég er sammála þér varðandi það að það sé fráleitt að Þjóðkirkjan hafi stjórnaskrárvarinn sess. En ég upplifi mig í minnihluta með þá skoðun. Geturu vitnað í einhverjar heimildir sem styðja það að meirihluti þjóðarinnar vilji Þjóðkirkjuna úr stjórnarskrá?

Hjalti Rúnar - 02/03/12 16:15 #

Maggi, þú ert búinn að vera í meirihluta síðan amk 1993: gallup-kannanir.

Ég geri ráð fyrir því að fólk sem vilji aðskilnað vilji amk ekki ríkiskirkjuna í stjórnarskránni!

Maggi - 02/03/12 16:30 #

Takk fyrir að benda á þetta! Aðskilnaður getur ekki orðið fyrr en Þjóðkirkjan hverfur úr Stjórnarskránni, þannig að þeir þættir haldast hönd í hönd.

Matti - 02/03/12 16:30 #

Þrátt fyrir það er ég ekki viss um að ef kosið yrði um þetta mál myndi nást meirihluti fyrir því að fella kirkjuna úr stjórnarskrá. Annars vegar tel ég ljóst að kirkjan myndi berjast harkalega og hvetja sitt fólk til að mæta. Hins vegar er hætt við að margir stuðningsmenn aðskilnaðar ríkis og kirkju séu of sinnulausir og nenni ekki að mæta til að kjósa um málið.

Þess vegna vil ég ósköp einfaldega fella kirkjuákvæðið út eins og Alþingi getur gert samkvæmt núverandi stjórnarskrá.

Þórður Ingvarsson - 02/03/12 18:28 #

Þú vonandi gerir þér grein fyrir því að með þessari færslu ertu að gera aðför að ríkiskirkjufyrirkomulaginu og ert auk þess að leggja kirkjuráð í einelti. Matti þó!

Heiðrún Sveinsdótrtir - 02/03/12 19:41 #

Já, Matti - því miður held ég að þetta gæti verið rétt, um þátttökuna. En samt, Íslendingar eru frekar duglegir að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, svona að öllu jöfnu. Og þetta, sérstaklega ef spurningin er borin upp með öðrum kosningum - ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því.

Þórður -- sammála :)

frelsarinn - 02/03/12 21:22 #

Stjórnarskráin tryggir rétt þegnanna gagnvart ríkinu og setur því strangar hömlur. Að nota stjórnarskrá til að tryggja rétt ríkiskirkju er tærasta bilun sem opinberar vanþekkingu ríkispresta á tilgang hennar.