Örvitinn

Samningur ríkis og kirkju er skandall

Ég mæli með þessum greinarflokki um Samning ríkis og kirkju á Vantrú. Fyrir þá sem ekki vita, þá greiðir ríkissjóður laun presta um aldir alda og fékk í staðin jarðeignir kirkjunnar. Í þessum greinum eru færð rök fyrir því að þetta sé hrikalega lélegur samningur fyrir ríkið og að sama skapi alveg stórkostlegur samningur fyrir ríkiskirkjuna. Það mætti halda að fulltrúar kirkjunnar hafi setið báðum megin við samningaborðið árið 1997.

Í fyrstu grein eru færð rök fyrir því að þetta hafi verið kaupsamningur, í grein tvö eru fjallað um kaupverðið og í þriðju grein er fjallað um það sem var selt - jarðirnar. Niðurstaðan er einföld. Þessi samningur var og er enn risastór skandall.

kristni pólitík vísanir