Örvitinn

Siggi Þorsteins

Sigurður Þorsteinsson var þjálfari hjá Stjörnunni í gamla daga, þjálfaði mig í a.m.k. tveim flokkum. Ég hef ósköp lítil samskipti átt við hann síðan, rakst á hann í Bónus á síðasta ári og spjallaði örstutt um hitt og þetta.

Í gær bloggaði hann við frétt þar sem fram kemur að fulltrúi VG í velferðarráði vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins. Þetta þótti Sigurði afar slæmt mál og skrifaði hann því þessa stuttu bloggfærslu:

Öfgasinnar og ofbeldislýður veður uppi

Þeir fræðimenn sem skrifðu um hrunið vöruðu margir við því að í kjölfarið væru kjöraðstæður fyrir alls kynns öfgahópa, og þeir höfðu rétt fyrir sér. Hér hafa sprottið upp mótorhjólagengi sem kennd eru við erlend glæpasamtök. Hér hafa ekki komið fram nýnasistar eins og einhverjir óttuðust, en kommúnistarnir sem eru sambærilegir öfgasinnar hafa náð ríkisstjórn Íslands og stjórna nú Íslandi með skelfilegri niðurstöðu.

Allt sem minnir á kristni eða kristin gildi hatar þetta lið. Almenningur er búinn að fá nóg.

Ég gat ekki haldið aftur af mér og setti inn öfgafulla og herskáa athugasemd:

Ertu að grínast Sigurður?

Viðbrögð Sigurðar eru "áhugaverð" og dæmigerð. Ég hef lent oftar en einu sinni í sambærilegum samræðum og alltaf eru þær til merkis um það hvað ég er mikill öfgamaður og brjálæðingur. Klippi hér úr athugasemdum Sigurðar það sem mér tengist beint eða óbeint:

Matthías, ég á góða vini sem ekki eru trúaðir, en aðhyllast kristin gildi. Það sem ég hef séð til félaga í Vantrú, er þess eðlis að mér finnst framgangan aumkunarverð. Atti von á að framgangan í Háskólanum gerði það að verkum að þið hélduð ykkur utnan fjölmiðla.

-

Matthías fullyrðinar þínar hvað ég veit og hvað ég veit ekki um þetta Háskólamál lýsa e.t.v. málflutningi ykkar. Fyrst er fullyrt eitthvað en að hafa neina þekkigu á málefninu. Það eru alræðissinnar í öllum flokkum og hvað þeir hafa fram að færa kæri ég mig kollótta um. Yfirleitt geta þeir, eða vilja ekki fara með rétt mál.

Ég man eftir þér sem ungum strák, og þá varstu með vandaðri ungu mönnu. Hvað vær þig til þess að eyða orkunni í að ráðast á þá sem aðhyllast kristna trú er mér algjörlega óskiljanlegt. Það hlýtur að finnast verðugri verkefni.

-

Alræðissinnar eru stórhættulegir lýðræðissamfélögum. Það eru líka þau glæpasamtök eins og þau sem hafa verið að ryðja sér til rúms. Það er athyglisvert að þessum aðilum er mjög í nöp við kristna trú.

Af hverju ykkur í Vantrú er svona á móti kristnum aðlum veit ég ekki og er raunar alveg stlétt sama. Ég hef í allnokkur skipti lesið það sem þið hafið verið að koma fram með og finnst það oft aumkunarverður málflutningur.

Ég kynnti mér af sérstökum ástæðum þetta Háskólamál talsvert, en þú veist alveg hvað ég veit um það mál. Af þeim sökum ætla ég ekki að rökræða það. Mér fannst Háskólarektor afgreiða það mál af skynsemi. Ykkar var skömmin, auk þeirra sem tóku ykkur trúanlega. Læt þessum rökræðum við lokið að sinni.

-

Sævar það eru margar stofnanir í samfélaginu, skátarnir, ungmennafélögin og hluti írþóttafélaganna, kvennfélögin, Oddfellowar sem byggja á kristnum grunngildum. Það er það sem öfgahluti VG, kommúnistahlutinn, ofbeldisgengin og Vantrú leggur höfðuáherslu að ráðast gegn. Þú getur séð Matthías og félaga í Vantrú koma inn á öll blogg sem fjalla um kristna trú. Sama taktíkin, sama hallærisvinnan. Veit ekki hvort þeir fái borgað fyrir framgögnuna, eða hvort þetta er unnið af illu innræti.

-

Stærsti hluti þjóðarinnar er kristinn, og það hlýtur að hafa áhrif á margt í samfélaginu. Ef ég flyt til Tyrklands reikna ég með því að ég verði að taka tillit til þeirra trúarbragða og sætta mig við áhrifin á umhverfi mitt svo á við, um önnur trúrarbrögð og þjóðir. Það að við eigum að taka meiri tillit til þeirra sem ekki eru kristni, en þeirra sem eru kristnir, hef ég miklar efasemdir um.

Í mínum vina og kunningjahóp eru bæði einstaklingar sem telja sig kristna en sinna trú sinni misvel, og þeir sem segjast ekki trúa. Umræðan hefur verið tekin og menn eru sammála um að það sé ástæðulaust að þurrka út öll einkenni og áhrif kristinnar trúar í okkar samfélagi til þess að þóknast litlum trúlausum öfgahóp.

Svona er þrasið! Þarna eru kunnugleg stef, fullyrðingar um ofstæki og illt innræti mitt en engin svör og engin dæmi.

aðdáendur
Athugasemdir

Guðmundur - 20/03/12 01:11 #

Er ekki í góðu lagi að styðja við það sem hefur virkað vel og gefið góða raun?

Matti - 20/03/12 07:30 #

Sögðu menn ekki það sama um Byrgið og Bjarg? Ég er á því að hið opinbera styrki frekar við faglega starfsemi.

Til hvers þarf Herinn svo alla þessa peninga?

Sveinn Þórhallsson - 20/03/12 14:23 #

Þetta með orðalagið "byggja á kristnum grunngildum" er alveg ákaflega leiðinlegt. Auðvitað gera öll þessi samtök það í huga Sigurðar (og Sævars skáta) enda er það nafn á mengi allra þeirra hluta sem eru góðir í huga þessa fólks!!

Nú veit ég talsvert um skátana og maður spyr sig hvaða gildi þetta eru og hvernig hægt sé að kalla þau "kristin" þegar þau eru mun frekar sammannleg - hvernig fúnkera skátarnir eiginlega í löndum sem ekki eru sögulega kristin? Fjölmennasta skátabandalag heimsins er t.a.m. í Indónesíu...

Nei, skátarnir eru ekki kristin samtök (hvað þá hjálparsveitir skáta sem eru allt önnur samtök og ótengd skátahreyfingunni per se) í dag þrátt fyrir að stofnandi þeirra hafi verið það.

Þessa dagana er t.a.m. talsverð umræða um það innan skátanna á Íslandi hvort það sé ekki tímabært að breyta skátaheitinu þannig að orðið "guð" detti út (þar sem það er hvort sem er túlkað það opið að það geti nánast staðið fyrir hverju sem er skv. skilningi hreyfingarinnar) og annað orðalag notað sem endurspeglar grunngildi skátahreyfingarinnar - bræðralag og frið - betur og fleiri, þ.á.m. trúlausir, geti stoltir farið með.

Matti - 20/03/12 16:19 #

Ég ætlaði að rökræða við Sævar Óla um kristilega tengingu skátanna á Íslandi en nennti því svo ekki :-) Hann er búinn að endurtaka þetta í bloggfærslu sinni og í athugasemdum við fleiri færslur. Tengingin er að mínu mati galin.

Sveinn Þórhallsson - 20/03/12 17:20 #

Tengingin á allavega ekki við hér á Íslandi. Ég meina, það eru áratugir síðan orðinu "Guð" var breytt í orðið "guð" í íslenska skátaheitinu. Hvers vegna var það gert ef hreyfingin var svona svakalega kristin?

Er fólk sem telur þessa tengingu gilda og vill jafnvel efla hana hér? Já, klárlega - en sú skoðun er ekki meirihlutaskoðun ef eitthvað er að marka þá umræðu sem er að fara í gang innan hreyfingarinnar.

Fyrir forvitna um þessi mál bendi ég á greinargerðir sem settar hafa verið fram á undanförnum aðalfundum. Þessi lagabreytingartillaga frá 2011 (hér fyrir neðan) var dregin til baka og í staðin var samþykkt sú ályktun að skipa nefnd sem færi yfir þessi mál og skilaði niðurstöðum á næsta aðalfundi (2012). Nefndin klofnaði í tvennt og skiluðu tveimur niðurstöðum, og miðað við umræður og óformleg samtöl við aðalfundarfulltrúa þá voru langflestir á máli minnihlutans: Að það bæri að breyta heitinu og losa það við ákveðnar trúarlegar skírskotanir, eða í það minnsta að ræða heitið og framtíð þess.

Enda var ályktun Ólafs Proppé, fyrrverandi rektors KHI og fyrrv. formanns Landsbjargar og núv. formanns fræðsluráðs skátanna um að stofna til tveggja málþinga um þessi mál einróma samþykkt núna á síðasta aðalfundi.

Greinargerð 2011

Greinargerð meirihluta 2012

Greinargerð minnihluta 2012

Ég biðst velvirðingar á langlokunni, en þetta er mér hjartans mál og því gríp ég tækifærið þegar ég sé þetta rætt einhvers staðar ;)

Matti - 20/03/12 17:39 #

Þetta er fínt innlegg, ég skoða þetta betur við tækifæri. Get a.m.k. svarað betur fyrir mig næst þegar einhver líkir Hjálpræðishernum við Hjálparsveit skáta!

Sveinn Þórhallsson - 20/03/12 17:48 #

Það er svo reyndar annar pakki, http://www.landsbjorg.is (ótengt skátahreyfingunni) - þú finnur enn minna sem hægt er að eigna trú á guði eða kristni þar en hjá skátunum (http://www.skatar.is).

(og hjá hvorugum samtökunum finnurðu neitt um Biblíuna eða ákveðna túlkun á henni, t.d. hvað varðar afstöðu til samkynhneigðar - eins og hjá hjálpræðishernum).

Sveinn Þórhallsson - 20/03/12 17:59 #

Já takk fyrir að laga hlekkina, ég kann það ekki sjálfur...

Matti - 20/03/12 20:40 #

Siggi var bara ansi góður þjálfari. Dálítið óhefðbundinn varðandi sumt. Var t.d. lítið með hefðbundið þrek, meira með spil með bolta - stóð á hliðarlínunni og rak menn áfram. Það þótti mér skemmtilegra en langhlaupin.

Anna benkovic - 22/03/12 21:11 #

Ég var einmitt að dást að þér Matti að nenna að svara á Moggablogginu spurningunni *"hvers vegna að banna það sem gott er?"!

Það er engin grein gerð fyrir forsendunni sem er að kristin kirkja sé góð eða "það sem gott er"!

Í mínu tilfelli og margra annara í kaþólskri kirkju tengjum við alls ekki "það sem gott er " kirkju! ergó; forsendan er fölsk!

Sama á við um skátana.