Kosið um stjórnarskrá, já eða nei
Íslendingar munu kjósa um breytingar á stjórnarskrá og fá tækifæri til að svara eftirfarandi spurningum.
1. Eiga náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign
2. Á ákvæði um þjóðkirkju að standa óbreytt
3. Á ákveðinn hluti þjóðarinnar að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, þá 10 prósent, 15 prósent eða 20 prósent þjóðarinnar
4. Á að jafna vægi atkvæða kjósenda á landsvísu
5. Á að innleiða persónukjör í meira mæli
Orðalag spurning er fengið úr þessum fréttum. (dv.is, Smugan, mbl, ruv.is)
Segjum að ég vilji gjörbreyta stjórnarskrá. Hvernig kýs ég breytingar og tek undir með stjórnlagaráði? Atkvæði mín yrðu svona:
- Já
- Nei
- Já
- Já
- Já
Hvað styngur í stúf og af hverju?
Er eitthvað neikvætt við það að vilja breyta ákvæði um þjóðkirkju?
En það versta við þetta er að þessi spurning um Þjóðkirkjuna er í raun marklaus, hún setur engar skyldur Alþingi. Hægt verður að gera málamyndarbreytingar á ákvæðinu um Þjóðkirkju án þess að breyta nokkru í raun en fara samt eftir vilja kjósenda - ef meirihlutinn kýs nei.
Ásgeir - 20/03/12 16:23 #
„2. Á ákvæði um þjóðkirkju skuli standa óbreytt.“
Er þetta svona í tillögunum, því þetta er eitthvað undarlega orðað? :)
Matti - 20/03/12 16:24 #
Nei nei, ég var að krukka í textanum út frá fréttunum fjórum sem ég vísa á og klúðraði spurningunni. Upphaflega listann tók ég frá DV en breytti svo út frá hinum fréttum. Þetta er skárra núna! Ég þarf alltaf a.m.k. tuttugu mínútur til að leiðrétta bloggfærslur mínar (og stundum athugasemdir).
Halldór L. - 20/03/12 17:19 #
Afhverju finnst mér eins og upplýsingar um #2 verði of skrumskældar í öflugri PR herferð til þess að leikmenn geti almennilega hugleitt hana?
Halldór L. - 20/03/12 19:31 #
nei váh, ég er orðinn eins og samsærisnöttararnir