Örvitinn

Orsök krísunnar hjá Liverpool

Það er hægt að ræða fram og til baka um krísuna hjá Liverpool. Þessi athugasemd nær kjarna málsins, það er ekkert flóknara.

In lamens terms our fundamental problem is that in 2010 certain people employed by LFC decided we had to go back to basics and be more English (4-4-2, English manager, no more zonal marking, Gerrard center mid, a buy English transfer policy). Two years and £130m later and this failed experiment has set us back 10 years on the pitch. #

boltinn
Athugasemdir

Jón Magnús - 28/03/12 16:18 #

Á móti er hægt að segja að við erum með nokkrar unga og mjög efnilega þótt margir vilji ekki gefa þeim tækifæri til að þroskast eins og málið var lengi með Lucas.

Ef við hefðum Lucas t.d. í lagi þá væru menn ekki að segja þetta. Hann er orðinn svo mikill burðarás í liðinu að Gerrard fyllir það ekki. Ekki varnarlega allavega, ég sé ekki G. pakka saman miðjunni hjá ManCity eins og Lucas gerði.

Matti - 28/03/12 16:35 #

Við höfum verið með "nokkra unga" á hliðarlínunni mörg síðustu ár.

Lucas var vissulega að halda þessu saman, en þú byggir ekki taktík á því að einn maður sjái um að loka miðjunni.

Matti - 28/03/12 16:38 #

Á Facebook:

Ásgeir H Ingólfsson
Hvenær varð Dalghlish enskur? En allavega, tímabilið hlýtur að teljast framför frá síðustu 2 tímabilum ef þeir ná bikartvennu?

Ásgeir H Ingólfsson
Að því sögðu er oftast slæm hugmynd að kaupa breska leikmenn, enda geta þeir sjaldnast neitt í fótbolta.

Matthías Ásgeirsson
Hodgson er enskur og eflaust verið að vísa til þess. Dalglish kemur svo úr enska boltanum og leggur upp lið á enska mátan (4-4-2, bakka þegar liðið missir boltann...). Nei, tímabilið er að mínu mati engin framför þó bikarar náist. Liðinu hefur augljóslega farið afskaplega mikið aftur, þó illa hafi gengið á þarsíðasta tímabili var næstum sama lið í öðru sæti deildarinnar árið þar á undan.

Jón Magnús - 28/03/12 16:50 #

Allavega er morgunljós að eitthvað er að liðinu í dag - kannski eru menn búnir að missa allt "drive" í deildinni og menn með hugann við annað (FA Cup).

Matti - 28/03/12 16:56 #

Eftir að hafa horft á nær alla leiki tímabilsins finnst mér blasa við að vandamálið er þetta.

Taktík:

  • Liðið verst of aftarlega
  • Pressar of lítið
  • Sem gerir það að verkum að of langt er milli sóknar og varnar
  • Gerrard er ekki miðjumaður (þetta er grundvallaratriði)
  • Það vantar þolinmæði þegar liðið er með boltann, sérstaklega þegar liðið er yfir (sjá síðasta punkt)
  • Adam er ekki nógu góður í fótbolta
  • Suárez á ekki að vera á toppnum, heldur hægra eða vinstra megin við framherja
  • Carragher er löngu útbrunninn

Liverpool losaði sig við ranga menn síðustu tvö ár, sumir vildu fara, aðrir ekki. Liverpool keypti ranga menn, sérstaklega Hodgson en líka Dalglish.

Við eigum að líta til Evrópu, spila taktík, stúdera andstæðinga, pressa hátt á velli, vera þolinmóðir í sóknarleik.

Við eigum að hafa stjóra eins og Benitez, helst Benitez sjálfan. Ég skammast mín ekkert fyrir að halda því fram að það hafi verið verstu mistök Liverpool (og þó víðar væri leitað) að láta Benitez fara. Megi Purslow hljóta hroðaleg örlög.

Kristján Atli - 28/03/12 17:21 #

Vel orðað, ég get tekið undir allt í þessari málsgrein nema það að ég er ekki 100% sannfærður um að 4-4-2 „tilraunin“ geti verið afskrifuð sem mistök á þessum tímapunkti. Og í því liggur vandinn. Eins og þessi umræðuþráður á RAWK sýnir er liðið að veltast á milli þess að vera 4-3-3 lið og 4-2-2 lið og það virðist allt velta á Andy Carroll.

Í stuttu máli hef ég ekki enn heyrt óhyggjandi rök fyrir því að 4-4-2 sé dautt leikkerfi og Dalglish & co. virðast staðráðnir í því að sanna að það sé á lífi.

Jón Magnús kemur líka með góðan punkt - erum við að afskrifa Henderson, Carroll og jafnvel Adam of snemma eins og sumir gerðu með Lucas? Þótt Lucas hafi vaxið gríðarlega á 2-3 árum er ekki þar með sagt að allir geri það. Stundum eru menn bara ekki nógu góðir. Vandinn er að skilja þar á milli - hverjir af þessum gæjum eiga meira inni og hverjir af þeim eru ekki nógu góðir.

Baldurkr - 28/03/12 18:00 #

þið voruð að byrja að fylgjast með þegar Liv. vann titla. Nú upplifið þið 20 ára basl því að fjármagnið er farið annað. ÓTRÚLEGA mörg lið þrifust í norður Englandi. Þeim tíma er einfaldlega lokið. Bestu liðin næstu 10-20 árin verða í London og S - Englandi og í Manchester meðan Ferguson nýtur við. Þið hafið samúð mína næstu 20 árin eða svo.

Matti - 28/03/12 18:10 #

Vandamál Liverpool snýst samt bara óbeint um peninga. Liðið á að vera meðal fjögurra efstu liða í Englandi ef miðað er við tekjur. Nú eru komnir til sögu eigendur sem hafa ekki skuldsett félagið og hafa gert góða samninga. Ef rétt er haldið á spilunum á klúbburinn að geta verið ofarlega. Ef málum er klúðrað verður liðið um miðja deild.

Ég er ekki búinn að afskrifa Henderson og Carrol. Ég er búinn að afskrifa Adam. Henderson hefur augljóslega hæfileika en er að spila alltof mikið.

4-4-2 kerfið getur alveg virkað, ef lið spila "enskan" bolta, þar sem allt snýst um að spila endanna á milli, sækja hratt upp völlinn, senda strax. Láta andstæðinginn hafa boltann!

En ef lið ætla að spila framarlega, pressa án bolta, nota bakverði til að fá vídd í sókn, þá held ég að 4-4-2 gangi alls ekki.

Lykilatriði er samt að frá 2008-2009 er Liverpool liðið búið að takka um 10-15 metra á vellinum. Hodgson byrjaði, Dalglish hélt því bara áfram. Það tók Benitez nokkuð langan tíma að færa liðið fram.

Mæli með þessari grein um fótboltann sem Barcelona spilar. Þó Barcelona sé alveg sér á báti er þetta samt grunnurinn að boltanum á meginlandi Evrópu. Englendingar virðast ekki kunna þetta.

EgillO - 28/03/12 18:19 #

Ég held að þetta sé nú talsverð svartsýni hjá Baldri. Ef að eitthvað eitt atriði gæti hjálpað Liverpool aftur upp að hlið þeirra bestu þá er það einmitt fjármagnið. Liðið mun standa miklu betur að vígi heldur en flest liðin í S-Englandi og London þegar FFP reglurnar ganga í gildi.

Annars held ég að ég ætti ekki að tjá mig mikið um stöðu Liverpool eða ástæðuna fyrir henni en ég held samt að hún snúist fyrst og fremst um mannskap. Liðið hefur einfaldlega ekki yfir mörgum leikmönnum að skipa sem teldust öruggir í liðið hjá topp liðunum í dag og þegar að lykilmenn eins og Lucas meiðast þá eru þeir sem koma í staðinn í talsvert lakari klassa en þeir sem koma inn í flestar stöður hjá toppunum.

Matti - 28/03/12 19:52 #

Svo er annað. Hvað telst árangur?

Ég taldi það frábæran árangur að vera í titilbaráttu og að komast langt í Meistaradeild. Aðrir töldu það árangursleysi því ekki náðist titill. Þeir hafa kannski haft meiri og væntingar en ég, hugsanlega spilltir af glæstri fortíð.

Ég væri sáttur ef liðið væri í baráttunni um titil, svona oftast a.m.k., og í Meistaradeild flest ár. Vonandi myndi nú nást titill af og til en ég geri mér engar vonir um áratug, hvað þá tvo, þar sem Liverpool er besta lið Englands og Evrópu.

En það væri gaman að upplifa aftur leiki á móti Real Madrid og Barcelona, þar sem stuðningsmenn Liverpool þurftu ekkert að skammast sín fyrir frammistöðu liðsins.

Kristján Kristinsson - 29/03/12 00:18 #

Nokkur atriði (samhengislaust):

Þetta er það lið sem hefur skapað sér hvað flest færi, fengið flestar hornspyrnur, átt flest skot í tréverkið og klúðrað flestum vítaspyrnum. Mér sýnist einn aðalvandinn vera sá að þeir koma ekki tuðrunni í markið.

Mér finnst liðið hafa varist aftar eftir því sem hefur liðið á leiktíðina. Í upphafi var pressan miklu hærri á vellinum.

Það gerðist eitthvað þegar liðið tapaði gegn Arsenal. Þá misstu menn trúna á verkefnið.

Það þurfti að kaupa breskt út af þeim reglum sem gilda um fjölda breskra leikmanna / heimalinga. Ég hef trú á að í sumar verði keyptir 3-4 leikmenn og þeir verði ekki breskir. Spurningin er hvort Liverpool hafi það aðdráttarafl sem þarf til að ná í heimsklassa leikmenn úr því þeir verða ekki með í Meistaradeildinni.

Það má ekki heldur gleyma því að það vantar breiddina. Dalglish hefur ekki getað stillt upp sínu sterkasta liði frá upphafi vegna meiðsla/leikbanna lykilmanna (Gerrard, Agger, Lucas, Johnson, Suarez). Gerrard er heldur engan vegin kominn í sitt besta form eftir sín meiðsl. Þeir sem hafa komið inn í staðinn eru óreyndir eða gamlir eða lélegir.

Nú er bara að vona að liðið spila til úrslita í FA bikarnum og jafnvel vinni og ef það næst þá er ég sáttur við tímabilið. Það er árangur.

Helgi Þór - 31/03/12 17:25 #

Ég fæ að stela aðalatriðinu í þessum pistli! Sammála flestu sem hér kemur fram

Matti - 01/04/12 11:05 #

"We've got a great togetherness about the squad, there's a lot of British players there now," Jamie Carragher said last October. "We went for a meal out before the derby and it was interesting that my wife could actually talk to some of the other wives without having to think of something in Spanish or French or something different. I think that will be a great thing for us this season." #

:-(

Jón Magnús - 01/04/12 13:32 #

Magnað quote, eins og okkur sé ekki skítsama hvort konan hans Carragher geti talað við hinar konurnar!

Matti - 01/04/12 23:27 #

Ég tók augljóslega rétta ákvörðun þegar ég ákvað að sleppa því að horfa á leik dagsins.