Örvitinn

Gamla Bón og þvottastöðin

Þurfti að skjótast upp á Höfða í dag og ákvað að kíkja á Bón og þvottastöðina í bakaleiðinni. Hef ekki farið eftir til þeirra að opnað var á nýjum stað, fór reglulega meðan stöðin var í Sóltúni.

Get ekki annað en mælt með þjónustunni. Biðin var ekki löng þó það væri dálítil röð og þegar ég var búinn að fara í gegn var ég stoppaður, mér bent á að bíllinn væri ekki alveg hreinn (ég er ekki duglegur að þrífa) og ég ók hring þar sem mér var troðið fremst í röðina aftur. Fór semsagt tvær umferðir í gegn og er kominn með hreinan bíl.

Borgaði 2750.- krónur sem er eitt hundrað krónum meira en árið 2006. Sanngjarnt.

hrós