Örvitinn

Ólöglegt bingó Vantrúar

Minni á árlegt kolólöglegt bingó Vantrúar á Austurvelli klukkan 13:00 í dag.

Bingó á Austurvelli

Eins og stendur í lögum um helgidagafrið.

II. kafli. Um helgidagafrið og helgidaga þjóðkirkjunnar.

2. gr. Helgidagar þjóðkirkjunnar eru þeir sem nú skal greina:
1. Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, uppstigningardagur og annar dagur hvítasunnu.
2. Föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur.
3. Aðfangadagur jóla frá kl. 18.00 og jóladagur til kl. 6.00 að morgni næsta dags.

III. kafli. Um helgidagafrið.

3. gr. Óheimilt er að trufla guðsþjónustu, kirkjuathöfn eða annað helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar.
4. gr. Um starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar gilda eftirfarandi reglur: 1. Á helgidögum skv. 1. tölul. 2. gr. er öll almenn starfsemi heimil. 2. Á helgidögum skv. 2. og 3. tölul. 2. gr. er eftirfarandi starfsemi óheimil:
a. Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram.

Spáið aðeins í þetta. Lög um "helgidaga Þjóðkirkjunnar" þar sem bannað er að halda opinberar sýningar og vera með skemmtanir. Svo er til fólk sem heldur því fram að Þjóðkirkjan sé ekki ríkiskirkja.

Einnig er bannað að "trufla" allt trúarrúnk* með hávaða en trúarliðið má trufla ALLA landsmenn með kirkjuklukkum sínum til að auglýsa þetta trúarrúnk.

Það er skammarlegt að þessum lögum skuli ekki hafa verið breytt á 21. öldinni. Fólk á að hafa frelsi til að iðka sína trú svo lengi sem það skaðar ekki aðra - meira þarf ekki að binda í lög.

* Var þetta óskaplega óviðeigandi? Hvað er hægt að kalla þetta annað?

kristni pólitík
Athugasemdir

einar - 06/04/12 12:17 #

* - Þetta er ekkert annað.

Tímaskekkja að bundið sé í lög hér á landi að á hátíðardögum kirkjunar þurfi öll þjóðin að lendi í því að flest öll starfsemi í landinu dettur niður. Árið 2012 takk fyrir.

Matti - 06/04/12 12:19 #

Vonandi þarf ég ekki að taka fram að ég hef ekkert á móti almennum frídögum.

Carlos - 06/04/12 16:54 #

Í sjálfu sér er ekkert að því að hafa aðra frídaga en þá sem fylgja ákveðnum trúarsiðum. Í sjálfu sér er ekkert að því að kvarta undan síhringjandi kirkjuklukkum. Reyndar hef ég meira ónæði af tilbiðjendum Bakkussar og Afródítu en kristinnar kirkju, en skítt með það. Einhver hætta og eitthvert ónæði verður að vera í borgum.

Ég bý í landi þar sem almenningssport er að míga utan í kirkjur og einstaka kirkjumigur ganga svo langt að skíta inni á milli kirkjubekkja, af því að þeir komast upp með það. Kannski af því að flestum Frökkum finnst í lagi að láta hunda sína skíta þar sem þeir þurfa og hirða ekki afurðirnar.

Ég hef engan skilning af þesskonar sjálfupphafningu. Ekki heldur né fyrir þeim besserwisserhætti sem kallar trúariðkun rúnk. Sé lítinn mun á þeim sem lorta í kirkju og netlortum. En viljir þú vera þesskonar brunnmiga, Matthías, þá verði þér að því.

Matti - 06/04/12 17:00 #

Punkturinn er sá að það er ólöglegt að trufla fólk sem hefur komið saman til að leita sefjunar í trúarorgíu.

Sé lítinn mun á þeim sem lorta í kirkju og netlortum.

Það segir miklu meira um þig en mig.

Carlos - 06/04/12 17:07 #

Sápa dugir á annað. Ekki á hitt.

Matti - 06/04/12 17:13 #

Ég held þú haldir að þetta sé sniðugt hjá þér en þetta er í raun magnað feilskot.

Prófum að beita þessu á kristni og kristniboð:

Ég sé lítinn mun á þeim sem myrða trúvillinga og þeim sem hampa slíkum boðskap.

Auðvitað er trúariðkun ekkert annað en andleg sjálfsfróun ef við skoðum atferlið utan frá.

Matti - 06/04/12 17:45 #

Ég verð annars að segja að mér þykir það fréttnæmt að nú finnist þér sjálfsfróun á einhvern hátt jafn slæm og það að kúka á gólfið í annarra húsum, hvort sem það er kirkja eða ekki.

Carlos - 06/04/12 17:51 #

Ég held að þú haldir að þú sér ofboðslega hipp og kúl trúleysingi sem slátrar trúvillum og trúartáknum hægri-vinstri.

Ef þú hinsvegar skoðar andkristið rómverskt veggjarkrot, þá fer allt í senn, frumleikinn, dirfskan og viskan. Eftir er sóði, sem kann ekki mun á hávaða og hljóði.

Matti - 06/04/12 17:52 #

Hvað er svona slæmt við orðið "rúnk"?

Ég er alveg óskaplega lítið upptekinn af því að vera "hipp og kúl".

Ég held að kristnir menn eigi að fara sparlega með að ásaka aðra um skort á frumleika.

Matti - 06/04/12 17:55 #

Af Facebook:

Matti - 06/04/12 17:57 #

Svo bætti Carlos við:

Carlos A. Ferrer Ég stend ekki í samtali við sóða á þessum stað, svara þér á örvitanum, Matthías Ásgeirsson.

Reyndar segir Kristinn Árni allt sem segja þarf um málnotkun þína.

Legg til að Carlos Ferrer lokið Facebook vegg sínum.

EgillO - 06/04/12 18:04 #

Allar færslur batna við að fá smá skammt af Steve Hughes. Sama hversu góðar þær voru fyrir.

Carlos - 06/04/12 18:04 #

Eins og ég sagði áður, því lægra sem þú lýtur, Matthías Ásgeirsson, því sorglegri verður sá málsstaður sem þú þó vilt standa fyrir. Það skiptir mig litlu hvað þú segir um kristna og aðra trúmenn. Sjálfur ættirðu að muna, að menn sem kasta saur, verða sjálfir skítugir upp fyrir haus.

Hvað er að því að kalla trúarathafnir trúarrunk? Ekkert, ef þú vilt sjálfur vera sá sóði sem uppnefnir.

Matti - 06/04/12 18:11 #

Hvenær varð "rúnk" uppnefni? Er "fróun" uppnefni? Lýsir þetta ekki undarlega neikvæðu viðhorfi til sjálfsfróunar - sem er ekkert annað en það að gera vel við sjálfan sig?

Ef það er eitthvað sem ég hef lært undanfarin ár er það að það skiptir engu máli hvað ég segi. Alltaf geta einhverjir tekið orð mín úr samhengi til að berjast gegn þeim málstað sem ég stend fyrir. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það eru stórkostleg mistök að "lúffa" fyrir fólki sem móðgast því fólkið sem móðgast finnur sér alltaf eitthvað nýtt til að móðgast yfir. Það hættir ekki að móðgast fyrr en þú steinheldur kjafti.

Ég minni á að Carlos Ferrer er enn stórkostlega móðgaður yfir því að prestum hafi verið líkt við töfralækna.

Carlos - 06/04/12 18:18 #

Þér ferst að tala um útúrsnúninga og að taka orð úr samhengi. Það eru týpur eins og þú sem standa í vegi fyrir því að trúaðir og trúlausir geti stundað uppbyggilegar samræður. Á einum stað þóttust þið vilja ræða, á öðrum stað notið þið félagar móðgandi, hlaðið orðalag (t.d. töfralækni) til að gera lítið úr viðræðandanum.

Ég á orð um svoleiðis fólk.

Hræsnara.

Og núna, þökk sé þessum síðasta pósti með brúnkökunni:

Sóði

Matti - 06/04/12 18:30 #

Við höfum engan áhuga á samræðum á þínum forsendum.

þú sem standa í vegi fyrir því að trúaðir og trúlausir geti stundað uppbyggilegar samræður.

Vandamálið og þversögnin er sú að "uppbyggilegar" samræður í þessu tilviki eru þær samræður sem henta Carlos og öðrum trúmönnum.

Svo móðgast þeir þegar andstæðingar þeirra fara út fyrir ósýnilega strikið, þá eru samræður ekki lengur uppbyggilegar.

Þessi gagnrýni hefur verið sett fram á alla þá sem berjast fyrir breytingum. Þeir eru dónar sem vilja ekki uppbyggilegar samræður. Jesús vildi ekki uppbyggilegar samræður, ekki Lúther og ekki Batman heldur.

Sjá uppáhalds gvuðssönnun mína neðst í færslunni.

Fólk eins og Carlos, sem hefur drullað yfir mig opinberlega oftar en ég hef tölu á, þykist hér hafa einhvern rétt á að kalla mig "sóða". Heldur að hann geti dæmt mig og finnst að ég eigi að taka það til mín.

Það virkar ekki þannig. Carlos er ekkert merkilegri en ég. Þetta er bara gaur sem trúir á hindurvitni og verður að fara að sætta sig við að til er fólk sem lúffar ekki fyrir þessum hindurvitnum.

Matti - 06/04/12 18:48 #

Carlos fór að ráðum mínum og lokaði Facebook vegg sínum, a.m.k. fyrir mér. Þá geta hann og vinir hans dundað sér í friði við að móðgast saman og baktala mig :-)

Carlos - 06/04/12 20:12 #

Ég hef sagt allt sem ég kýs að segja við og um Matta í þessu máli, en leyfi orðum Höllu Sverrisdóttur ætluðum Matta, að standa hér:

"Matthías, þú veist mæta vel að "rúnk" er neikvætt orð (ekki af því að það tengist kynferðislegu athæfi heldur vegna þess að það er notað um sjálfhverft og tilgangslaust athæfi sem er aðeins iðkað til að fullnægja eigin hvötum) og það þarf ekki að vera neitt sérlega hörundssár til finnast það særandi. Algjör óþarfi, "trúarstúss" eða "trúarbrölt" hefði gert sama gagn, nema náttúrulega tilgangurinn hafi beinlínis verið sá að ergja trúaða. Og hafi svo verið finnst mér það eiginlega hálfgert rúnk. Til hamingju annars með vel heppnað bingó, alltaf gaman að því."

Matti - 06/04/12 20:34 #

"heldur vegna þess að það er notað um sjálfhverft og tilgangslaust athæfi sem er aðeins iðkað til að fullnægja eigin hvötum"

BIIINNNGÓÓÓÓÓ

Matti - 06/04/12 20:39 #

Og hafi svo verið finnst mér það eiginlega hálfgert rúnk.

Ekkert að því.

Haldið annars bara áfram að baktala mig á Facebook vegg Carlosar, það er eflaust ágætis hóprúnk :-)

Þórður Ingvarsson - 06/04/12 21:10 #

Þetta er makalaus en alveg gríðarlega dæmigerð viðkvæmni. Hún er dæmigerð að því tagi að fetta fingur útí eitt orð sem gæti verið ógó dónó og einbeita sér að því. Skítt með málefnið. Frekar að fróa sinni móðgunargirni. Merkilegt.

Erna Magnúsdóttir - 06/04/12 21:45 #

Ég náði í bláendann á bingóinu.. Það var gaman að sjá loksins nokkur andlit í kjötheimum. Það var gaman að sjá þessa þyrpingu af fólki í suddanum þarna við tærnar á Jóni.. Vona að ég nái að mæta fyrr næst og taka í spaðann á fleirum!

Matti - 06/04/12 21:48 #

Ég verð vonandi á svæðinu þá.

Hjalti Rúnar - 07/04/12 10:56 #

Á einum stað þóttust þið vilja ræða, á öðrum stað notið þið félagar móðgandi, hlaðið orðalag (t.d. töfralækni) til að gera lítið úr viðræðandanum.

Er Carlos með fordóma gagnvart töfralæknum?

Okkur finnst prestar einfaldlega ósköp svipaðir töfralæknum, en það er greinilega ekki hægta að ræða þá skoðun við þig!

Og hvað varstu að tala um þegar þú sagðir að Matti væri að "skora "browniepoints""?

Matti - 07/04/12 11:39 #

Carlos er farinn!

Já, ég hef aldrei áttað mig á því af hverju þessi ágæta samlíking við töfralækna fer svona fyrir brjóstið á Carlosi.

Snúum þessu við. Ætli töfralæknar móðgist ef einhver líkir þeim við presta?

Matti - 11/04/12 11:48 #

Carlos Ferrer blokkerar mig á Facebook, þannig að það er ekki nóg með að ég sjái ekki vegginn hans, heldur sé ég ekki athugasemdir hans á Facebook veggjum sameiginlegra vina. Harpa Hreins gerði þetta líka. Þau eiga margt sameiginlegt.

Svona lítur þetta út, fólk rökræðir við sjálft sig því Carlos er draugur.

Matti - 16/04/12 18:37 #

Ég sé þegar ég renni yfir Facebook vegg minn að ég notaði orðið "trúarrúnk" í öðru samhengi þrem dögum áður en ég skrifaði þessa bloggfærslu. Rúnkið hefur verið mér eitthvað hugleikið þessa daga.