Örvitinn

Morgunblað ríkiskirkjunnar

Eftir að hafa kíkt á Morgunblað dagsins efast ég um að blaðið gæti orðið kröftugri málsvari fyrir ríkiskirkjuna þó Karl Sigurbjörnsson tæki við ritstjórn blaðsins.

Lógo fyrir Morgunblaðið og ríkiskirkjuna

Er það ekki annars ágæt hugmynd? Karl fer bráðum að leita að starfi og það styttir boðleiðir ef fulltrúi ríkiskirkjunnar sér einfaldega um ritstjórnina (eins og hjá Fréttablaðinu). Karl kann að skrifa rætna dylgjupistla og því tilvalið að hann sjái um leiðaraskrif Morgunblaðsins.

Hér fyrir neðan er skjáskot af forsíðu blaðsins í dag. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

Forsíða Morgunblaðsins

Inni í blaðinu er ítarlegri umfjöllun (skefjalaus áróður) um þann skelfilega niðurskurð sem kirkjan gæti þurft að fara í gegn um. Ekkert er þó fjallað um útgjöld kirkjunnar til almannatengslafyrirtækja eða byggingu umdeildra eftirlíkinga af kirkjum. Í blaðinu er rætt við prófessor í guðfræði og trúarbragðadeild Háskóla Íslands sem talar eins og talsmaður kirkjunnar. Ég hélt að guðfræðideild væri alveg óháð ríkiskirkjunni!

Sóknargjöld eru ekki félagsgjöld, þau eru ímynduð félagsgjöld. Fullyrðingar um að sóknargjöld séu félagsgjöld er áróður beint frá biskupsstofu.

Næst þegar farið verður út í að endurhanna útlit Morgunblaðsinsn legg ég til að krossinn verður settur í lógóið. Letrið, liturinn, krossinn og fiskurinn. Þetta gæti ekki passað betur.

fjölmiðlar kristni
Athugasemdir

Jón Söring - 08/05/12 14:44 #

Það er bara ein leið til að ná sátt í þessum máli. Það er að kirkjan fái 100% af innheimtum sóknargjöldum sóknarbarna sinna.

Á sama tíma á ríkið að hætta að innheimta sóknargjald fyrir hönd kirkjunnar og getur hún nýtt sér tækniundur Reiknistofu Bankanna til að innheimta.

En það gerist aldrei því við vitum jú hvað gerist þá.

Óli Jón - 08/05/12 14:49 #

Helsta sóknarfæri Ríkiskirkjunnar liggur í því að afþakka innheimtuþjónustu ríkisins og senda þess í stað út eigin greiðsluseðla. Þá getur hún hreinlega ákveðið sjálf hver upphæðin á að vera.

Málið er hins vegar að þar á bæ vita menn að fáir muni borga og að ríkisinnheimtan er það eina sem heldur þessa hripleku skútu á floti.

Matti - 09/05/12 13:41 #

Það er dálítið magnað að fylgjast með spunaherferð ríkiskirkjunnar þessar mundir.

Fyrst er farið af stað með tilkynningar um allt þetta nauðsynlega starf sem mun leggjast niður. Svo kemur frétt um að það hafi sko verið vitlaust skorið niður, meira en hjá öðrum ríkisstofnunum (ha, er ríkiskirkjan ríkisstofnun) og því skuldi ríkið kirkjunni í raun 2 miljarða. Alltaf er talað um sóknargjöld eins og þau séu innheimt af meðlimum kirkjunnar og að ríkið hafi ekki skilað þeim að fullu. Sem er algjört kjaftæði.

Upphæð sóknargjalda er ekki eins og útgjöld til annarra ríkisstofnana. Sóknargjöldum má breyta.

Halldór L. - 09/05/12 21:34 #

Merkilegt, afhverju ætli ríkiskirkjan fyrirgefi ekki sínum skuldunautum, heldur leiðist út í freistni?

Matti - 09/05/12 23:29 #

Góð spurning :-)