Örvitinn

Af hverju stelur fólk tónlist?

Tja, hugsanlega vegna þess að það er (miklu) einfaldara en að kaupa hana!

Skjámynd af Amazon.com

Hmm, ég má ekki kaupa diskinn frá amazon.com. Hvað með amazon.co.uk?

Skjámynd af amazon.co.uk

Nei, ekki heldur. Samt þurfti ég að setja mp3 downloader upp á vélina mína áður en ég fékk þessi skilaboð.

Hvað ætli piratebay segi?

Skjámynd frá piratebay

Þar er fólki ekki mismunað eftir löndum. Betri þjónusta og sennilega betri gæði.

Svo halda útgefendur að rétta aðferðin til að berjast gegn þjófnaði á tónlist, kvikmyndum og bókum á netinu sé að bæta varnirnar þegar það blasir við að lausnin er að bjóða jafn góða eða betri þjónustu en þeir sem dreifa vörunni ókeypis. T.d. með því að leyfa mér að kaupa tónlist frá Bandaríkjunum eða Bretlandi.

Nákvæmlega sama gildir um kvikmyndir, þó kvikmyndaleigur Símans og Vodafone séu sannarlega skref í rétta átt - þá fást myndirnar í betri gæðum (Full HD) og á betra sniði (hægt að horfa á lengur en í sólarhring, jafnvel taka með í bústað eða í flugvél) ólöglega og ókeypis á netinu.

Ég ætla ekki einu sinni að ræða rafrænar útgáfur íslenskra bóka. Það er sorgarsaga.

ps. Ég er ekki enn búinn að sækja Mastodon plötuna. Það bíður betri tíma. Ætlaði að fá mér þessa plötu fyrir löngu en gleymdi henni. Einar Már mælti svo með henni um helgina. Kannski fer ég í svokallaða "plötubúð", kaupi geisladisk, skelli honum í tölvu, færi tónlistina yfir í .mp3 skrár og afrita þær svo í tölvur og mp3 spilara.

Sé núna að diskurinn er til á tónlist.is. Best að skoða það aðeins. Hélt að tónlist.is væri bara með íslenska tónlist, en það hefur greinilega breyst.

tónlist
Athugasemdir

Matti - 22/05/12 14:42 #

Úr skilmálum tónlist.is

BROT Á HÖFUNDARÉTTI

Ef D3 fær tilkynningu þar sem staðhæft er að þú hafir gerst brotleg/ur eða hefur rökstuddan grun um að not þín á þjónustunni, lögunum eða efninu brjóti höfundarétt D3 eða annarra, er D3 heimilt einhliða að loka tímabundið eða til frambúðar þjónustunni, með eða án þess að tilkynna þér þar um.

Ef einhver staðhæfir að ég hafi gerst brotlegur geta þeir lokað á mig til frambúðar án þess að tilkynna mér það!

Uh...

Nei.

Matti - 22/05/12 15:10 #

Þrátt fyrir annarlega skilmála keypti ég diskinn hjá tónlist.is fyrir 1999.- krónur. Það gekk ágætlega. Það eina sem ég er ekki sáttur við er að ég sá enga leið til að nota inneignina hennar Gyðu, 351 krónu sem hún átti afgangs eftir að hafa keypt eitt lag um daginn. Fólk þarf að greiða að lágmarki 500 krónur. Ég borgaði semsagt fullt verð, hún á enn þessa inneign.

En tónlistin er komin í hús.

Jón Frímann - 22/05/12 16:05 #

Ég kaupi bara geisladiska og afrita þá yfir í ogg eða mp3 format.

Matti - 22/05/12 16:32 #

Það geri ég líka reglulega.

Tinna Gígja - 22/05/12 17:59 #

Ég keypti mér einu sinni tónlist á tónlist.is, en af einhverri ástæðu vildu tvö laganna ekki hlaðast niður, heldur hlóðust önnur lög af sömu plötu niður í staðinn. Ég fékk því þrjú eintök af tveimur lögum, en engin eintök af tveimur öðrum :/

Óli Gneisti - 22/05/12 20:31 #

Mér þykja þessir skilmálar á mjög gráu svæði og mér sýnist reyndar að þeir sem skrifuðu það viti það sjálfir miðað við síðustu efnisgreinina. Það er síðan óskaplega bjálfalegt að hafa eina efnisgrein nær alveg með hástöfum.

Svala - 22/05/12 23:05 #

Tónlist.is hefur brotið gegn ýmsum ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, og ákvæðum laga um fjarsölusamninga, skv. niðurstöðu Neytendastofu. Þrátt fyrir þetta neituðu þeir almennt að endurgreiða fólki sem hafði óafvitandi verið áskrifendur hjá þeiim mánuðum saman. Ég myndi ekki skipta við þetta fyrirtæki. Gogoyoko er mun siðlegri kostur.

Halldór L. - 22/05/12 23:30 #

Það ótrúlegasta í þessu öllu er samt að einhver las skilmálana.

Matti - 23/05/12 09:44 #

Fólk þarf að smella við áberandi hak, þar sem fram kemur að það samþykki þessa skilmála, áður en hægt er að kaupa tónlist. Ég ákvað því að renna yfir þá.

Einar - 25/05/12 18:58 #

hmm.. afhverju svona vesen?

Torrent er framtíðin.

Einar - 25/05/12 19:01 #

Segi svona ;)

Hef sjálfur keypt tónlist á tonlist.is ... en ég skil vel þá sem sækja þetta í gegnum torrentsíður.

Síðan er spurning hvað maður borgar og borgar ekki...þú getur ekki keypt tóman geisladisk eða USB lykil til að færa á milli gögn eða whatever.. án þess að greiða þar sérstakt gjald..

Þannig að þeir ná þessu nú til baka með ýmsum leiðum. ;)