Örvitinn

Án öfga breytist ekkert

Ágæt grein eftir Eyvind Karlsson á knuz.is.

ÉG ER ÖFGAFEMÍNISTI

Og þetta fattaði ég allt í einu - að ef maður talar ekki um hlutina, þá breytist ekki neitt. Og ef það þýðir að það þarf að gera einhverja karlpunga pirraða með umræðum um barnaföt og gönguljós, gott og vel. Svei mér þá, ég hafði rangt fyrir mér. Öfgarnar skemma ekki. Öfgarnar eru nauðsynlegar í allri baráttu. Því án öfga breytist ekkert. Við getum engu breytt með því að vera settleg og kurteis í baráttunni. Það er bara ekki hægt. #

Nákvæmlega. Ég vil heimfæra þetta yfir á margt annað.

Þessar "öfgar" eru reyndar yfirleitt engar "öfgar". Um það fjallaði ég t.d. í greininni Vantrú og Overton glugginn.

feminismi vísanir
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 25/05/12 10:34 #

Maður þarf bara að breyta örlítið tveimur stöðum.

Og þetta fattaði ég allt í einu - að ef maður talar ekki um hlutina, þá breytist ekki neitt. Og ef það þýðir að það þarf að gera einhverja trúmenn pirraða með umræðum um hindurvitni, gott og vel. Svei mér þá, ég hafði rangt fyrir mér. Öfgarnar skemma ekki. Öfgarnar eru nauðsynlegar í allri baráttu. Því án öfga breytist ekkert. Við getum engu breytt með því að vera settleg og kurteis í baráttunni. Það er bara ekki hægt.

Vonandi er Eyvindur þá búinn að skipta um skoðun varðandi Vantrú, því ef ég man rétt þá var hann einmitt einn af þeim sem pirruðust yfir því að "öfga-trúleysingjarnir" voru ekki "settlegir og kurteisir".

Matti - 25/05/12 10:37 #

Ég held hann hafi sveiflast fram og til baka í þeim málum. Tók undir með okkur síðar, t.d. í athugasemd á blogginu mínu, en fannst í kjölfar BR málsins að við værum að uppskera eins og við sáðum - þegar þar var bara verið að fara með okkur eins og öfgafeminista - níða okkur í svaðið fyrir að vera öfgafólk en ekki "hófsamir" eins hinir.