Örvitinn

Hjólatúr dagsins

Ég og Gyða fórum út að hjóla í góða veðrinu. Endaði reyndar sem göngutúr því það sprakk á afturdekkinu hjá Gyðu en þetta var samt fínasta útivera í góða veðrinu. Leiðin sem við fórum var sautján og hálfur kílómetri.


View Hjólatúr in a larger map

ps. Ef þið sjáðið hnakkahlíf á göngustíg eða götu á þessari leið þá týndi Gyða sinni á leiðinni, sennilega við Elliðavatn eða Norðlingaholt (uppgötvaði þetta þegar við vorum við Árbæinn á bakaleiðinni).

dagbók
Athugasemdir

Kristján Atli - 27/05/12 16:59 #

Hjólatrú? Freudian slip. Matti er trúaður eftir allt saman. :)

Matti - 27/05/12 17:00 #

Ég náði að laga þetta áður en þú kommentaðir ;-)

Annars er ég afskaplega trúaður á ágæti þess að drífa sig út að hjóla í góða veðrinu :-)

Jón Magnús - 29/05/12 11:31 #

Skemmtileg leið og fallega en síðast þegar ég hjólaði þetta var frekar leiðinlegur kafli austan megin vatnsins. Býst við að hann hafi ekki mikið skánað?

Matti - 29/05/12 11:33 #

Það passar, ansi laus möl á veginum á nokkuð löngum kafla við suð-austurhornið.