Örvitinn

Herskár öfgatrúleysingi á Íslandi

Líffræðingurinn og bloggarinn P.Z. Myers (Grein á Wikipedia) er staddur á Íslandi í boði Siðmenntar og flytur fyrirlestur um vísindi og trúleysi í Háskólatorgi í kvöld.

Myers hefur marga fjöruna sopið í rökrildum við trúmenn. Stundum hefur hann gengið svo langt að sumir trúleysingjar hafa hneykslast. T.d. þótti einhverjum hann ganga of langt um árið þegar hann vanhelgaði kristilegar kexkökur (oblátur). Feministar gætu haft áhuga á að hlusta á Myers en hann hefur verið ötull talsmaður kvenna í efahyggjuhreyfingunni og þannig stuðað marga (sjá: Google: pz myers feminism).

Fyrirlesturinn hefst kl. 19:30 og það kostar þúsund krónur inn, einungis hægt að greiða með seðlum. Ég ætla að mæta á svæðið til að fylgjast með þessum stórvafasama öfgamanni. Vona að blæbrigði fyrirlestursins standist öll skilyrði og að þetta verði ekki vatn á myllu haturshreyfinga.

efahyggja