Örvitinn

Tökum við siðfræði alvarlega?

Að gefnu tilefni er við hæfi að vísa á þessa ágætu grein sem birtist í Fréttablaðinu í byrjun apríl.

Hvenær tökum við siðfræði alvarlega?

Umræða um siðfræði hefur ekki verið greininni of hagstæð undanfarin misseri...erfið og upphrópanakennd umræða um störf siðanefndar Háskóla Íslands í tilteknu máli [hefur] gert það að verkum að traust til slíkra nefnda hefur sjaldan verið minna. ... í ... málinu gleymdist alveg að ræða hvernig siðanefndir ættu að bera sig að. Í ályktun fjölda háskólakennara mátti til dæmis helst skilja að í nafni frelsis ættu siðanefndir ekkert erindi innan háskóla. Það var óvænt siðferðileg krafa.

Já, það var svo sannarlega óvænt á sínum tíma og þetta fólk er ekki hætt! "Akademískt frelsi" hrópa þau, akademíska ábyrgð minnast þau ekkert á.

ps. Svona klippir maður texta án þess að breyta samhenginu!

vísanir